Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2014 | 13:00

The Masters 2014: Veðjaði 1000 pundum á sigur Rory eftir að hann sá andlit hans í snúð

Maður nokkur veðjaði £1,000 (þ.e. 188.000 íslenskra króna) á sigur Rory McIlroy í The Masters eftir að honum fannst hann sjá andlit Rory í sætabrauðssnúð (ens. Danish Pastry.)

Rob Price, háskólalektor í Andover, tvítaði mynd af sætabrauðssnúðnum og setti £1,000 á sigur Rory McIlroy á líkunum 11/1, sem þýðir að ef Rory vinnur hlýtur maðurinn £ 11.000,- þ.e.a.s. 2.068.000,-  íslenskra króna.

Price, sem er 27 ára sagði: „Ég trúði því bara ekki en þegar ég náði í snúðinn í bakaríi í Andover og tók hann úr umbúðunum sá ég andlit Rory brennt á snúðinn.“

Price tók myndinni í snúðnum sem tákni um að Rory muni sigra í Masters risamótinu.  Eftir 1. hring deilir Rory 12. sætinum með 7 öðrum kylfingum.  Svo er bara að sjá hvort myndin á snúðnum reynist Price réttur fyrirboði eða bara „pricey“ þ.e. dýrt spaug!!

Sætabrauðssnúðurinn Rory - maður er ekki frá því að heilmikill svipur sé með þeim! :-)

Sætabrauðssnúðurinn Rory – maður er ekki frá því að heilmikill svipur sé með þeim! 🙂

Sætabrauðssnúðurinn

Sætabrauðssnúðurinn