Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2014 | 12:00

Tiger spilar í nýrri liðakeppni í Argentínu

Ef Tiger verður orðinn nógu góður í bakinu mun hann ásamt Matt Kuchar spila í nýrri liðakeppni í Argentínu, sem fram fer seint í október staðfesti umboðsmaður hans, Mark Steinberg, í gær.

Tiger mun ekki verja titil sinn í The Players Championship, sem hefst á TPC Sawgrass í kvöld, til að hvíla bakið, en er búinn að slá til að spila í Buenos Aires 21.-26. október n.k.

Í fjölmörgum golffréttamiðlum í Suður-Ameríku var því gefið undir fótinn að Tiger kynni að spila í nýju liðakeppninni í Argentínu, sem ber nafnið the Americas Golf Cup og mun fara fram annaðhvort í Nordelta golfklúbbnum eða Pilar golfklúbbnum.

Steinberg sagði „samninginn nú vera kominn á“ og aðeins væri beðið eftir hver mótsstaður yrði. Eins er ekki alveg komið á hreint hvert keppnisformið verður en talið er að um blandaða höggleiks-og- holukeppni verði að ræða, en Steinberg sagði að enn ætti eftir að slá því föstu.

Umboðsfyrirtæki Steinberg heitir Excel Sports Management, sem einnig er umboðsaðili Kuchar.

Nú fyrr í vikunni sagði Tiger á vefsíðu sinni að bati hans eftir bakuppskurðinn væri hægur og „(hann) vonaðist til að snúa aftur til leiks í sumar, (hann) vissi bara ekki hvenær.“

Nýja liðakeppnin fer fram í 3. viku á 2014-2015 keppnistímabils PGA Tour og a.m.k. er nú búið að staðfesta að Tiger verði aftur kominn til leiks í október á þessu ári!