Viðtal við Íslandsmeistarann í höggleik 2012 – Harald Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari í höggleik 2012 er vinsæll maður meðal GR-inga, sérstaklega þessa dagana. Þegar Haraldur Franklín kom í stutt viðtal hjá Golf 1, í Korpunni, þar sem talað skyldi um sigur hans á Strandarvelli, var hann faðmaður og knúsaður af þeim sem á staðnum voru. Einn sagði: „Þetta er æðislegt; ég fór að gráta.“ Þannig er eflaust mörgum GR-ingum innanbrjósts…. en Haraldur Franklín er fyrsti GR-ingurinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitil í höggleik, í karlaflokki, í 27 löng ár eða allt frá árinu 1985, þegar Sigurður Pétursson vann. Margir komust við og voru hrærðir. Og sá sem er hetja GR-inga og valdur að allri gleðinni er Haraldur Franklín. Hér fer stutt viðtal við Íslandsmeistara GR-inga í höggleik 2012, Harald Franklín Magnús:
Golf 1: Haraldur til hamingju með að verða klúbbmeistari GR í ár og jafnframt að hljóta Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni og nú Íslandsmeistaratitilinn í höggleik 2012.
Haraldur Franklín: Takk fyrir. Þetta er búið að vera gott sumar.
Golf 1: Nú er tæp vika liðin frá sögulegum sigri þínum á Strandarvelli. Í viðtali við Golf 1 fyrir mótið sagðir þú að Íslandsmótið í höggleik væri aðalmótið og þú ætlaðir að sigra. Þú stóðst við það. Hvað er þér efst í huga þegar þú horfir aftur til s.l. sunnudags?
Haraldur Franklín: Bara að hafa unnið.
Golf 1: Svona á persónulegum nótum hvernig kylfingur ertu? Djarfur og tekur áhættur eða varkár?
Haraldur Franklín: Bæði og. Það fer eftir völlum og eftir því á hverju hinir eru. Á Strandarvelli var ég varkár á lokahringnum. (Innskot: Haraldur spilaði lokahringinn á 68 höggum 2 undir pari – skilaði „hreinu“ skorkorti með 2 fuglum og 16 pörum).
Golf 1: Já, snúum okkur að lokahringnum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli, á Hellu. Nú snerist leikurinn á 16. braut. Þú fékkst fugl og Rúnar skolla og þú kominn í 1 höggs forystu. Hvað varstu að hugsa á 16. flöt?
Haraldur Franklín: Ég vildi hafa eins mikla pressu á hinum og hægt var. Ég reyndi að slá höggið á 17. eins fljótt og ég gat – þá vill oft koma meiri pressa á hina. Þannig að ég var með pínu sálfræði á hina.
Golf 1: Og hvað varstu að hugsa á 18. teig á Strandarvelli?
Haraldur Franklín: Að hitta brautina. Hún er erfið. Ég sló ekki fast heldur ætlaði mér bara að vera á braut.
Golf 1: Hvað með aðhöggið að 18. flöt?
Haraldur Franklín: Teighöggið lenti á besta stað og ég tók fullan lob-wedge fyrir aðhöggið, en bjóst ekki við að hann myndi koma svona mikið tilbaka.Ég ætlaði að hafa hann ágætlega nálægt þannig að ég ætti birdiepútt eftir og væri helst nær pinna en Rúnar.
Golf 1: Hvernig var tilfinningin þegar þér varð ljóst að þú hafðir unnið?
Haraldur Franklín: Þetta var spennufall; ég var þvílíkt spenntur á síðustu holunum.
Golf 1: Hver eru markmiðin það sem eftir er sumars?
Haraldur Franklín: Ég tek þátt í sveitakeppninni en ekki þeim 2 mótum sem eftir eru á Eimskipsmótaröðinni því ég er að fara í háskólagolfið í Bandaríkjunum. Aðalmarkmiðið er sigur í sveitakeppninni – við ætlum allir að vinna hana aftur 3. árið í röð.
Golf 1: Af hverju valdirðu Mississippi State?
Haraldur Franklín: Ég skoðaði marga skóla. Þetta er mikill íþróttaskóli, með sterkt lið, þar sem er mikil samkeppni og ég fæ að fara í sterk mót. Svo er líka Íslendingur í liðinu, Axel Bóasson, GK (INNSKOT: Íslandsmeistari í höggleik 2011). Við þekkjumst vel.
Golf 1: Að lokum: Hvað er „góður kylfingur“ í þínum huga?
Haraldur Franklín: Það er sá sem gerir fá mistök á vellinum og er alltaf ofarlega í mótum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024