Viðtalið: Guðmundur Arason, GR & GÖ.
Viðtalið í dag er við einn færasta lækni landsins. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Guðmundur Arason.
Klúbbur: GR og GÖ.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 26. júlí 1956.
Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur og á 3 börn. Konan mín og elsti strákurinn minn eru í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 26 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég hafði verið í knattspyrnu og sá fram á að það myndi ekki endast. Því leitaði ég að íþrótt sem maður gæti verið í fram eftir aldri og þá prufaði ég golfið.
Hvað starfar þú? Ég er læknir.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli vegna þess að þar er minna af trjám.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Maður er svo sjaldan í holukeppni – en hún er meira spennandi.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Grafarholtið.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Bethpage Black. (Þar fóru US Open 2002 og 2009 fram og Barclays mótið fer þar fram nú í ár. Þetta var heimavöllur Guðmundar, meðan hann bjó í New York)
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Geysisvöllur vegna þess að þar er mjög sérstakt layout, fallegt og þröngt, sem verðlaunar beinskeytta kylfinga.
Hvað ertu með í forgjöf? 9,1.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Ætli það hafi ekki verið hér á Íslandi Korpunni, 76 högg. Á þessu ári eru það 78 högg á Eagle Creek, í Flórída.
Hvert er lengsta drævið þitt? Það hefir aldrei verið mælt.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að spila Pebble Beach undir 100.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana og vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég spilaði fótbolta með Víking til 19 ára aldurs.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn er nautalund; uppáhaldsdrykkurinn er Margaríta; uppáhaldstónlistin er allt með Rolling Stones; uppáhaldskvikmyndin er Life is beautiful (Ít.: La vita è bella (1997) Leikstj.: Roberto Benigni og uppáhaldsbókin er „Þetta er allt að koma” eftir Hallgrím Helgason.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk.: Konan mín. Kk: Luke Donald.
Hvert er draumahollið? Luke Donald, Tiger Woods (í fourball) á móti mér og Steini Jónssyni.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er TaylorMade dræver og 3-tré ; TM járn PW-3, wedgar og Ping Answer pútter. Uppáhaldskylfan er sandwedge-ið.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, Sigga P. og Úlfari Jóns og svo var ég hjá Ashley Northridge golfkennara Arcos Gardens.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að hafa gaman í golfinu og að njóta lífsins.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er svo krefjandi.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 90%.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Já, að vera ekki að hugsa um lélegu höggin.
Spurning frá síðasta kylfingi, sem var í viðtali hjá Golf 1 (Andra Þór Björnssyni, klúbbmeistara GR 2011): Hvort myndir þú frekar vilja vinna Masters eða Opna breska (Spilað á St. Andrews)?
Svar Guðmundar: Opna breska, vegna þess að þar er spilað á skemmtilegum strandvöllum.
Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing?
Spurning Guðmundar: Tínirðu rusl upp af golfvelli? – Fólk gengur oft framhjá rusli.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024