Viðtalið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari stúlkna í höggleik 2012!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, er meðal okkar alglæsilegustu kylfinga. Öll umfjöllun um hana gleymist næstum því stundum, svo sjálfgefinn hlutur er það að hún sigri í móti. T.d. nú um helgina þegar hún varð 6. árið í röð Íslandsmeistari í höggleik unglinga. Það er frábær árangur!!!!
En ekki bara það. Nú á árinu er Guðrún Brá búin að bæta tvenn vallarmet af bláum. Hún á vallarmetið af bláum á Garðavelli á Akranesi, glæsileg 66 högg, sem er besta skor á ferli Guðrúnar Brá og nú 69 á erfiðum Kiðjabergsvellinum, sem er ekkert minna en stórkostlegur árangur!!!
En Guðrún Brá er ekki bara að standa sig vel á Unglingamótaröð Arion banka hún varð t.a.m. í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár á Hólmsvelli og það í því leiðindaveðri, sem var í Leirunni í því móti. Það breytti því ekki að á seinni keppnisdegi spilaði Guðrún Brá á 2 undir pari, glæsilegum 70 höggum.
Guðrún Brá hefir og tekið þátt í ýmsum æfingaferðum og mótum erlendis á árinu. Lítið hefir farið fyrir umfjöllun þess að Guðrún Brá er ásamt Önnu Sólveigu klúbbfélaga sínum í GK og Sunnu Víðisdóttur í GR Evrópumeistari í Shoot-out.
Guðrún Brá hlaut háttvísibikar GSÍ í janúar 2012.
Eins tók Guðrún Brá, sem var valin af Úlfari Jónssyni landsliðsþjálfara í afrekshóp GSÍ 2012 þátt í æfingaferð, sem farin var til Eagle Creek í Orlandó fyrr á árinu.
Og svo var Guðrún Brá ein af 6 stúlkum úr Keili, sem tók þátt í Opna írska stúlknamótinu undir 18 ára í apríl s.l. – þar var hún um skeið í 4. sæti í geysisterku mótinu, en lauk keppni í 9. sæti sem er frábær topp-10 árangur.
Þetta er stutta útgáfan af nokkrum helstu afrekum Guðrúnar Brá á þessu ári og þá bara tæpt á fáu í ferli hennar. Hér fer loks viðtal við Íslandsmeistara stúlkna í höggleik 2012:
Fullt nafn: Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist 25, mars árið 1994.
Hvar ertu alin upp? Í Hafnarfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Allir í fjölskyldunni minni spila golf, mamma, pabbi og bróðir minn (Innskot: Þess mætti geta að Helgi Snær Björgvinsson, bróðir Guðrúnar Brá varð í verðlaunasæti þ.e. 3. sæti í sínum aldursflokki 14 ára og yngri á Íslandsmótinu í höggleik unglinga nú um helgina):
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Er búin að vera að fikta með golfkylfu síðan ég man eftir mér, en byrjaði að keppa á fullu 2006.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Öll fjölskyldan mín er í þessu, ég fekk ekki að ráða neinu!
Hvað starfar þú /ef í námi: í hvaða skóla/námi ertu? Ég vinn í Hraunkoti og er í Flensborg í Hafnarfirði á náttúrufræðibraut með íþróttaafrekssviði.
Nú sigraðir þú á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu nú um helgina og uppi á Skaga í 1. mótinu á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 17-18 ára stúlkna – hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú? Bara með því að æfa eins mikið og maður getur.
Lýstu tilfinningunni þegar ljóst var að þú hefðir unnið? Hún var mjög góð, en enn betri þegar ég vissi að ég væri búin að slá vallarmetin.
Þú varst á 66 höggum síðasta hringinn upp á Skaga – er þetta lægsta skorið þitt á ferlinum og ef svo er hvert er næstlægsta skorið þitt? Já þetta er lægsti hringurinn minn. Næst best er á Hvaleyrarvelli hjá Keili 68, -3.
Hvað varstu að hugsa þegar þú fékkst hvern fuglinn á fætur öðrum á 66 hringnum? Ég reyndi að hugsa sem minnst um það á þessum hring.
Hver eru markmiðin fyrir sumarið? Mér finnst erfitt að segja markmiðin mín svona þannig ætla að halda þeim bara fyrir mig.
Finnst þér þátttaka í æfingaferðum og mótum erlendis vera að skila sér?… og hversu mikilvægt telur þú að slíkar ferðir séu ungum kylfingum? Já, mér finnst það mjög mikilvægt að fara bæði í æfingarferðir sérstaklega þegar ekki er hægt að spila hérna heima og keppnisferðir þótt það gangi ekkert það vel þá er bara mikils virði að fá reynsluna og sjá hvar maður stendur miðað við krakka frá öðrum löndum.
Hvað æfir þú mikið á dag? Það er mjög mismunandi, á veturnar mun minna, en á sumrin er ég út á golfvelli mest allan daginn.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Keilir, Vestmannaeyjar, Oddfellow og Leynir.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Soldið erfitt að velja, en flottasti sem ég hef spilað er Lake Nona.
Hvað ertu með í forgjöf? -0.3 (eftir Íslandsmótið í höggleik unglinga).
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 66 á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni, á Akranesi.
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég slæ yfirleitt um 210 metra með dræver. En ég veit ekki hvað er lengsta.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Hef orðið Íslandsmeistari í höggleik unglinga síðan 2006!
Hefir þú farið holu í höggi? Nei, en vonandi fer að koma að því.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Jógúrt, banana eða epli, vatn og annað hvort corny eða brauð.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já var alltaf í fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur Guðrúnar Brá er : Humar, uppáhaldsdrykkurinn er: íslenskt vatn, uppáhaldstónlist: get ekki valið neina uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd: það eru margar myndir; uppáhaldsbók: ég les voða lítið.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Yani Tseng og Adam Scott.
Hvert er draumahollið? Adam Scott, Luke Donald og Tiger Woods.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ping zing pútter, 54°, 60°, pw, 9j, 8j, 7j, 6j, 5j, 23°hálviti, 5 tré, 3 tré og dræver. Uppáhaldskylfan er pútterinn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Ertu hjátrúarfull? Jaá, stundum.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Komast út að spila og bara hafa gaman.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagskapurinn, útiveran og bara skemmtileg íþrótt sem krefst mikið af sjálfum þér.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Örugglega svona 40%
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Bara hafa gaman að þessu og ef þú ætlar að ná langt þá verður þú að vera dugleg/ur að æfa þig!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024