Viðtalið: Örn Ævar Hjartarson, GS
Viðtalið í kvöld er við 9. besta kylfing á landsvísu, sem til margra ára var kylfingur nr. 1 forgjafarlega séð. Hér fer viðtalið við einn allra besta kylfing okkar Íslendinga:
Fullt nafn: Örn Ævar Hjartarson.
Klúbbur: GS.
Hvar ertu alinn upp? Ég er uppalinn í Keflavík – er Keflvíkingur.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er grunnskólakennari í Sandgerði.
Ertu starfandi í einhverjum stjórnum tengdum golfi? Já , ég er varamaður í stjórn GS.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur Kristínu Þóru Möller og við eigum 2 dætur. Það er enginn byrjaður af alvöru, konan mín fer á fjölskyldumót tvisvar sinnum á ári.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 6 ára í golfi.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég fór með pabba út á völl – hann gaf mér golfkylfur og ég fór bara með. Pabbi og mamma eru bæði í golfi. Pabbi var í stjórn klúbbsins og sá um tölvu og forgjafarmálin – Það var meiri umsýsla þá því það þurfti að handskrá allt og ekkert tölvukerfi, sem sá um það.
Nú varstu í bandaríska háskólagolfinu, með hvaða háskólaliði spilaðir þú? Ég spilaði með liði ULL þ.e. University of Louisiana at Lafayette.
Hver voru mestu viðbrigðin við að koma til Bandaríkjanna? Ég fékk ekkert menningarsjokk. Maður var bara í golfi og í skólanum og svo fór maður út á völl. Það var það eina sem skipti máli að spila golf og svo skemmti maður sér með vinunum. Það sem voru e.t.v. viðbrigði var hversu golftímabilið var miklu lengra úti, heldur en heima og maður varð að taka sér pásur, maður fór úr umhverfi þar sem maður var 100 daga í golfi á ári (heima á Íslandi) og í umhverfi þar sem maður gat spilað 300 daga (í Bandaríkjunum). Maður varð bara ða gíra sig niður og spila ekki alltaf um helgar.
Hvað fannst þér best við Bandaríkin? Það var best hvernig var séð um mann – bæði golfpógrammið og skólinn og maður var hluti af þessu liði – það var allt miklu einfaldara ef mann vantaði eitthvað.
Hvað var verst við Bandaríkin? Það var allt miklu meira vesen úti, svona atriði sem okkur finnast svo einföld eins og t.d. að fara til læknis.
Hefir þú eitthvað gott ráð til krakka sem eru að hugsa um að fara að læra í Bandaríkjunum á golfstyrk? Að vera ófeimin við að prófa allt.
Hvað er þér eftirminnilegast frá tíma þínum í bandaríska háskólagolfinu? Það sem maður man skýrast eftir er undirbúningurinn fyrir lokahring í Jonesboro Arkansas, sem var að mogni 11. september 2001. Maður gleymir því aldrei. Frá pro-shopinu bárust fréttir um að verið væri að ráðast á okkur – Eftir mótið þurftum við að keyra heim í 6 tíma. Það var dauðaþögn í rútunni og útvarpið í gangi. Hvað golfið varðar þá stóð ég mig ágætlega. Ég var valinn í All Conference liðið- valinn í Topp-100 í Sunbelt frá upphafi – ég spilaði marga góða hringi – vann engin mót en var oft í baráttunni.
Hver er munurinn á golfvöllum í Bandaríkjunum og Íslandi? Maður var að spila nánast út um allt. Það var aðallega munur á grasinu og það tók tíma að læra inn á það. Í Bandaríkjunum er t.d. Bermúdagras á greenum – Það er allt öðruvísi en hér heima, grasið er miklu þéttara í sér það er í raun alveg ótrúlegur munur. Úti varð maður alltaf að fylgjast með í hvora áttina grasið óx, ef það óx í áttina að þér snarstoppar boltinn ef slegið er of laust en ef það vex frá þér þá rúllar boltinn endalaust.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? (Örn Ævar hlær). Þetta er flókin spurning. Báðar tegundirnar hafa sinn sjarma. Maður er hrifnari af strandarvöllum, enda alinn upp við sjóinn og gaman að vera á völlum sem eru við sjóinn. Það er meiri sjarmi því þar er alltaf meira rok og svona. Þegar kemur alvöru vindur, þá er þetta ekki bara eins og maður sé á æfingasvæðinu þá þarf maður að pæla, breyta til og slá mismunandi högg.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? (Hlær aftur). Ég er meiri höggleikstýpa. Í holukeppni getur maður tekið allar áhættur – ef þú færð sprengjur skiptir það ekki máli – en í höggleik skiptir allt máli.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Það er Leiran.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Nýi völlurinn á St. Andrews af því að maður á lægsta skorið þar. Ég er enn á kortinu í klúbbhúsinu en það er ekki skráð lægsta skor vallarins vegna breytinga á vellinum.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? 9 holu Steinavöllurinn á Mosa Trajectum, Murcia á Spáni. Þetta eru 3 x 9 holu vellir og Steinavöllurinn er einn af þeim. Þar er ekkert röff – bara steinar og grjót – Þetta er eyðimerkurvöllur – annaðhvort ertu inn á vellinum eða í grjóti – Þetta var upplifun í fyrsta sinn sem maður spilaði hann.
Hvað ertu með í forgjöf? -1,3 það er nr. 9 á landsvísu.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 11 undir pari, 60 högg á New Course, St Andrews.. Ég á 60 högg í Leirunni 28 högg á fyrri en skráði þann hring ekki.
Áttu einhver vallarmet og ef svo er, hvar? Ég á vallarmetið í Leirunni af gulum – 62 högg.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu fyrir utan að vera með lægsta skorið á New Course, St. Andrews? Ég er tólffaldur klúbbmeistari í GS.
Hefir þú farið holu í höggi? Já, ég á 3 skráðar: á 8. holunni í Leirunni; 12. holunni í Leirunni; og úti í Flórída á háskólamóti.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Já, heyrðu, góð spurning. Ég reyni að hafa vatn og eitthvað súkkulaðistykki.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Öllum íþróttum, sem hafa verið í boði hér: fótbolta og handbolta, körfubolta, júdó og badminton.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur er grjónagrautur með kanel og lifrapylsu og brauð með eggi og miklu smjöri; uppáhaldsdrykkur: Ískaldur bjór á góðum degi; uppáhaldstónlist: klassískt rokk; uppáhaldskvikmynd: „The Rock” ; uppáhaldsbók: dett stundum í Dan Brown.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk.: Annika Sörenstam. Kk.: Phil Mickelson.
Hvert er draumahollið? Ég.... og konan mín og dætur.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Uppáhaldskylfan: SW 56°. Í pokanum eru síðan: Adamskylfur járn, tré og dræver. Ég er líka með 2 blendinga 3tré 4-PW, 2 SW 56° og 60° og Odyssey pútter.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég hef alltaf leitað til kennara klúbbsins. Svo hef ég verið hjá Phill Hunter. Annars hefir farið minna fyrir því á síðustu árum að ég fari til kennara – Ég æfi lítið og slæ lítið bolta á æfingasvæði. Það er orðið sjaldan að það gerist – ég er lítið að pæla í sveilfunni.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu: Að verða Íslandsmeistari í öllum aldursflokkum – hingað til hefir mér tekist það. Lífsmarkmiðið er síðan að láta mér líða vel og fólkinu í kringum mig.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn og fjölbreytileikinn. Maður getur spilað sama völlinn alla daga og það er aldrei eins. Þetta er magnað. Maður lendir með einhverjum ókunnugum í holli og er farinn að heilsa honum á förnum vegi. Þetta er frábær leið að verja tíma með vinum og fjölskyldu.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Hef öfgatrúa á því sem ég er að gera. Þú getur aldrei verið góður ef hausinn á þér er ekki í lagi. Ef ég á að nefna einhverja prósentu þá væri hún á bilinu 70-80%. En ef maður trúir ekki því sem maður er að gera þá er ekki sjens að vinna – þá er maður bara að hjakka. Maður verður að trúa á sjálfan sig.
Nú eru sumir karlkylfingar allt að því kvenkylfingahatarar. Hvað finnst þér um konur og golf? Ég hef aldrei hugsað þetta. Segi bara því fleiri konur í golfi því betra!!!
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Ekki ofhugsa þessa íþrótt. Í guðanna bænum ekki ofhugsa þessa íþrótt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024