Sean Foley svarar fyrir sig: „Drengur hvað þetta var rangt hjá þér!“
Hinn kunni sveifluþjálfi Sean Foley hefir ákveðnar skoðanir og þykkan skráp. Allt frá því að hann tók við taumunum af Hank Haney fyrir tveimur árum á PGA Championship í Whistling Straits, þá hefir Foley þurft að dusta af sér gagnrýni og ákúrur með þokka.
Rétt eins og kunnasta nemanda hans, Tiger Woods var kennt að láta kylfurnar sjá um að tala þá hefir Foley kosið að láta frábæra tölfræði Tiger tala sínu máli, en þar á meðal eru 3 sigrar á þessu ári til þess að halda aftur af gagnrýnendum. Hann dregur hins vegar mörkin þegar kemur að sjónvarps golfgreinendum, sem þrátt fyrir að hafa yfir að ráða bestu golftækni, eru með rangar lýsingar þegar kemur að Tiger.
„Drengur, hvað þetta var rangt hjá honum,“ sagði Foley í gærkvöldi og var þar með að vísa til golfgreinanda CBS, Peter Costis, sem lýsti kylfuandliti Tiger „með tánna inn“ (ens.: „toed-in“) þegar hann sló þétt drag (ens: draw) í síðustu viku á Bridgestone Invitational in Akron, Ohio. Foley útskýrði að höggið sem Tiger hefði slegið hefði verið með opnu kylfuandliti. Með því að snúa líkamanum (ens.: body rotation) hefði Tiger náð spinni frá hægri til vinstri á boltann og það var það sem olli sveigjunni. „Kylfuandlitið var opið svona 3° og líkamssnúningurinn var um 4°. Það var það sem olli draginu.“ Það er einfaldur útreikningur.
Á þeim tíma (sem Costis var að lýsa Tiger) var Foley að vinna með öðrum nemanda sínum Hunter Mahan (heimsmeistara í holukeppni) sem hefir átt það til að undanförnu að detta úr stöðu þegar hann sveiflar í gegn.
„Þegar hann (Mahan) slær í sweet-spotið þá endar bolti hans í dragi,“ sagði Foley sem sýndi dæmi um nokkrar góðar og slæmar golfstöður. „Það er líkaminn sem stjórnar sweet-spotinu.“
Heimild: Golf Digest
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024