Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 00:01

WGC Mexíkó: DJ sigurvegari!!! – Hápunktar

Það var Dustin Johnson (DJ) sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu í Mexíkó!!! Þetta er 20. sigur DJ á PGA Tour.

Sigurskor DJ var 21 undir pari, 263 högg (64 67 66 66).

Sigurinn var yfirburðasigur því DJ átti heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti Rory McIlroy, en hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (63 70 68 67).

Þriðja sætinu deildu síðan Paul Casey, Ian Poulter og thaílenski kylfingurinn Kiradech Amphibarnrat á samtals 11 undir pari, hver, sem sýnir aftur í hversu miklum sérflokki DJ og Rory voru því það munar 5 höggum á 2. og 3. sæti og heilum 10 á DJ og þremenningunum í 3. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: