Sigurvegararnir Helga Kristín og félagar í Albany – Helga Kristín er 3. f.h.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & Albany MAAC meistarar!!! Helga Kristín í 2. sæti!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í liði Albany háskóla sigruðu á MAAC meistaramótinu, 2. árið í röð.

Mótið fór fram á Disney Magnola golfvellinum við Lake Buena Vista í Flórída, dagana 18.-20. apríl og lauk í því gær.

Frá MAAC meistaramótinu – Sjá má Helgu Kristínu pútta

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Helga Kristín varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 78 74). Stórglæsilegt hjá Helgu Kristínu!!!

Foreldrar og aðstandendur liðsfélaganna í Albany voru langt að komnir til þess að fylgjast með Albany og var Helga Kristín þar engin undan- tekning.

Team Helga Kristín

Sjá má lokastöðuna á MAAC meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Sigurvegararnir Helga Kristín og félagar í Albany – Helga Kristín er 3. f.h. eiginlega fyrir miðju og heldur á sigurbikarnum!