Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 07:00

Stigamótaröð GSÍ 2021: Aron Snær stigameistari!

Aron Snær Júlíusson úr GKG er stigameistari karla á Stigamótaröð GSÍ 2021.

Þetta er í fyrsta sinn sem Aron Snær hampar stigameistaratitlinum.

Aron Snær hlaut 3414 stig og lék í 4 af 6 mótum á stigamótaröðinni. Þar af sigraði hann í 2 mótum: Íslandsmótinu í höggleik og 2. móti stigamótaraðarinnar – B59 Hotel mótinu sem fram fór á Skaganum.  Hann varð T-6 á Leirumótinu, sem var 3. mótið á mótaröðinni og T-9 á 1. mótinu ÍSAM mótinu.

Sjá má stigalistann í heild með því að SMELLA HÉR: 

Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:

Ár Nafn Fjöldi
1989 Sigurjón Arnarsson 1
1990 Úlfar Jónsson 1
1991 Ragnar Ólafsson 1
1992 Úlfar Jónsson 2
1993 Þorsteinn Hallgrímsson 1
1994 Sigurpáll G. Sveinsson 1
1995 Björgvin Sigurbergsson 1
1996 Birgir L. Hafþórsson 1
1997 Björgvin Sigurbergsson 2
1998 Björgvin Sigurbergsson 3
1999 Örn Ævar Hjartarson 1
2000 Björgvin Sigurbergsson 4
2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1
2002 Sigurpáll G. Sveinsson 2
2003 Heiðar Davíð Bragason 1
2004 Birgir Leifur Hafþórsson 2
2005 Heiðar Davíð Bragason 2
2006 Ólafur Már Sigurðsson 1
2007 Haraldur H. Heimisson 1
2008 Hlynur Geir Hjartarson 1
2009 Alfreð Brynjar Kristinsson 1
2010 Hlynur Geir Hjartason 2
2011 Stefán Már Stefánsson 1
2012 Hlynur Geir Hjartason 3
2013 Rúnar Arnórsson 1
2014 Kristján Þór Einarsson 1
2015 Axel Bóasson 1
2016 Axel Bóasson 2
2017 Vikar Jónasson 1
2018 Axel Bóasson 3
2019 Dagbjartur Sigurbrandsson 1
2020 Axel Bóasson 4
2021 Aron Snær Júlíusson 1

Heimild og mynd í aðalmyndaglugga: GSÍ