Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 09:13

PGA: Versti „næstum því ásinn“

Á Wyndham Championship, sem hófst í gær, átti Austin Cook „næstum því ás“

Þetta hlýtur að vera versti „næstum því ásinn“ því Austin Cook þurfti sárlega á honum að halda … til þess að halda sér á PGA túrnum, sem hann rær öllum árum að núna.

„Næstum því ásinn“ kom á par-3 16. braut Sedgfield Country Club, þar sem Wyndham Championship fer fram.

Cook, 30 ára,  er nr. 134 á FedEx Cup stigalistanum og þarf að vera í 11. sæti eða betra til þess að forðast Fedex Cup umspilið, þar sem barist er í 4 móta mínimótaröð um sæti á PGA Tour.

Ekkert lítur þó út fyrir að 11. sætið eða betra sé í augsýn, því eftir 1. hring er Cook T-108 eftir að hafa komið í hús á 70 höggum, en skor eru mjög lág í mótinu og Russell Henley leiðir með 62 högg eftir 1. dag.

Cook er ekki á neinum undanþágum, þannig að hann þarf að standa sig vel til þess að forðast fall í Korn Ferry Tour (2. deildin hjá körlunum í Bandaríkjunum).

Sjá má „næstum því ás“ Austin Cook með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna á Wyndham Championship eftir 1. keppnisdag með því að SMELLA HÉR: