Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 19:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 27 – Isette Pearson

Isette Pearson fæddist 2. nóvember 1861 og dó 25. maí 1941. Hún er nefnd móðir golfs í Surrey og var stofnandi LGU (Ladies Golf Union), í maí 1893. Hún átti m.a. stóran þátt í að móta forgjafarkerfið, sem var í molum á 19. öld. (Sjá m.a. 3. grein um: USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því forgjafarkerfið var tekið upp, sem birtist hér á Golf 1 fyrr í dag, en þar er minnist Hunky Yun, á Isette.) Isette fluttist með fjölskyldu sinni til Putney 1879, þá 18 ára og gekk í Barnes golfklúbbinn og hóf þar með þátttöku í golfi í Surrey. Hún flutti sig síðan yfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Jim Furyk? – Seinni grein

Sveifla Jim Furyk Einkennileg einkennissveifla Jim Furyk byrjar á óhefðbundinni stöðu þar sem boltinn er staðsettur við hæl kylfunnar í stað miðju hennar eða jafnvel við tá. Hann hreyfir 1,9 metra 6’2″  líkama sinn svo nálægt að hendur hans snerta næstum því mjaðmirnar. Flestir kylfingar ættu í vandræðum með golfkylfu úr þannig upphafsstöðu. Það er skemmtilegt að bera stöðu Furyk saman við kennslubókarstöðuna sem Tiger Woods hefir, en hann hefir hendur sínar 8 þumlunga ( inches fá cm tölu) frá líkamanum, en þetta er staða sem framkalla högg og lýkur með að kylfan er yfir hægri öxlinni á toppnum og hægri olnbogi hans er eins og límdur við líkamann. Fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 06:30

Myndasería: Costa Ballena keppnisvöllurinn í Cadíz á Spáni

Costa Ballena er einn völlurinn sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram á – og sá völlur sem Birgir Leifur okkar Hafsteinsson, valdi að spila á 2. – 5. desember; en þá er keppt samtímis á 4 völlum Spánar; hinir eru Las Colinas í Alicante, El Valle í Murcia og La Manga í Cartagena. Hinir 3 vellirnir verða kynntir næstu daga. Costa Ballena Ocean Golf Club er við Atlantshafsströnd Cadiz. Í mestu nálægð eru sögulegir bæir á borð við  Rota, Sanlucar de Barremeda, Jerez de la Frontera, Cadiz, El Puerto de Santa Maria og Sevilla. Keppnisgolfvöllur Costa Ballena er 27 holu, hannaður af Jose Maria Olazabal og tekinn í notkun Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Jim Furyk? – Fyrri grein –

Jim Furyk vann alla leiki sína fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum og er sá kylfingur, sem allir fyrirliðar myndu vilja hafa í liði sínu. „Frábær!“ í einu orði. En hver er kylfingurinn Jim Furyk? James Michael (alltaf kallaður Jim) Furyk fæddist 12. maí 1970 í West Chester, Pennsylvaníu. Á þeim tíma var pabbi hans aðstoðargolfkennari í Edgmont Country Club og seinna einnig í  Chester Golf and Country Club og Hidden Springs golfklúbbnum í Horsham. Furyk ólst upp í úthverfum Pittsburgh og lærði að spila golf af pabba sínum, sem þá var orðinn yfirgolfkennari í Uniontown Country Club nálægt Pittsburgh. Jim Furyk útskrifaðist frá Manheim Township Highschool í Lancaster County, Pennsylvaníu, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 26 – James Braid

James Braid (f. 6 febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950) var skoskur atvinnukylfingur og ein af 3 golfgoðsögnum síns tíma; hinir voru Harry Vardon og John Henry Taylor. James Braid vann Opna breska risamótið 5 sinnum. Hann var líka golfvallararkítekt og golfbókarhöfundar. James Braid fæddist í Earlsferry, Fife í Skotlandi og spilaði golf frá unga aldri. Hann starfaði sem kylfiusmiður áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi 1896. Leikur hans var í vandræðum vegna púttanna, en þau yfirvann hann þegar hann byrjaði að nota nýjan pútter úr áli, 1900. James Braid sigraði á Opna breska árin 1901, 1905, 1906, 1908 og 1910. Auk þess sigraði Braid í fjórgang á British PGA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn Catriona Matthew?

Fyrir viku síðan vann skoskur kylfingur, sem sjaldnast hlýtur mikla umfjöllun fyrir golfleik sinn, 4. sigur sinn á LPGA á Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara, Mexikó. Hver er kylfingurinn Catriona? Catriona Isobel Matthew (fædd Lambert), MBE, fæddist 25. ágúst 1969 í Edinborg í Skotlandi en ólst upp í North Berwick, þaðan sem margir af fremstu kylfingum Skotlands hafa komið í gegnum tíðina. Catriona lærði að spila golfi á barnavellinum á North Berwick West Links. Hún var frábær kylfingur strax á unglings aldri og átti glæsilegan áhugamannaferil, sigraði m.a Scottish Girls champion árið 1986, varð skoskur meistari undir 21 árs í höggleik 1988 og 1989.  Hún varð skoskur meistari 1991, 1993 og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 25 – Frederick Guthrie Tait

Frederick Guthrie Tait  fæddist 11. janúar 1870 í Edinborg og var sonur virts eðlisfræðings og áhugamanns í golfi Peter Guthrie Tait. Frederick hlaut menntun sína í Edinburgh Academy og Sedbergh School. Hann fór í Royal Military Academy í Sandhurst , þ.e. komst inn í 2. tilraun.  Honum er þökkuð kynning á golfi þar. Tait var í 2. framvarðarsveit Leinster regiment (109 foot) og síðan í 2. framvarðasveit Black Watch. Frederick byrjaði að spila golf aðeins 5 eða 7 ára gamall og mátti spila á St. Andrews, sem var heimavöllur hans um stutta en góða ævi. Hann var einstaklega kraftmikill og högglangur kylfingur. Á Royal and Ancient Golf Club  á St. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: nr. 24 Alexa Stirling Fraser

Alexa Stirling Fraser fæddist í Atlanta, Georgiu 5. september 1897 og rétt sleppur inn sem „kylfingur 19. aldar“ en þeir sem þar falla undir skv. skilgreiningu Golf 1 eru þeir sem fæddir eru á 19. öld. Í raun réttri var allur golfferill hennar á framanverðri 20. öld. Alexa fékk golfþjálfun sína frá unga aldri í Atlanta Athletic Club þ.e. East Lake Golf Club, hjá Stewart Maiden, sem var golfkennari klúbbsins og hafði lært í Carnoustie í Skotlandi. Stirling var frábær í golfi þegar sem krakki og vann m.a. 3 US Women´s Amateur mót í röð. Fyrsta sigur sinn vann hún 1916. Þegar engin golfmót voru haldin 1917 og 1918 meðan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 11:00

Lexi elskar lífið: „Þetta er búið að vera frábært“

Sextán ára, sjö mánaða og átta daga gömul. Í golfinu skiptir aldur bæði hár og lágur máli, þegar kemur að einhverju sérstöku afreki og eftir smá tíma umhugsunar þá er sigur Lexi Thompson á Navistar LPGA Classic, þann 18. september 2011 einmitt sérstakur í ljósi aldurs. Táningurinn frá Flórída (Lexi) bætti fyrra met um meira en 2 ár, þ.e. varð yngst til að sigra fjölhringjamót á LPGA – en það er að þakka stuttri ævilangri erfiðisvinnu hennar (Lexi), íþróttamannslegum hæfileikum og snilldar foreldrum (Scott og Judy), sem stutt hafa hana í golfinu. Lexi mun sem kunnugt er fá fullan þátttökurétt á LPGA 2012 eftir að hafa á árangursríkan hátt fengið undanþágu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 07:00

Viðtal við Ryo Ishikawa fyrir Forsetabikarskeppnina

Dagana 14.-20. nóvember fer fram í Ástralíu Forsetabikarskeppnin í Royal Melbourne golfklúbbnum. Þar keppa Bandaríkjamenn við Alþjóðaliðið, þ.e. heimsúrval frá öllum ríkjum heims nema Evrópu. Meðal þeirra síðustu til að mæta á æfingu var japanski kylfingurinn Ryo Isikawa, fyrirliða Alþjóðaliðsins, Greg Norman, til lítillar ánægju. Nánast við komuna til Ástralíu var tekið eftirfarandi viðtal við Ryo í Royal Melbourne golfklúbbnum: SP. Ryo, fyrst af öllu hvernig fannst þér golfvöllurinn? Þetta er í fyrsta sinn, sem þú ert hér og  þú ert í fyrsta ráshóp með Ernie (Els) á morgun, hversu spenntur ertu að spila með honum?  RYO ISHIKAWA: Ég spilaði völlinn í fyrsta skipti í gær og mér finnst flatirnar mjög Lesa meira