Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 23 – Harold Horsefall Hilton
Harold Horsfall Hilton fæddist þann 12. janúar 1869 í West Kirby. Árið 1892 vann hann Opna breska í Muirfield og varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra mótið. Hann vann aftur árið 1897 á heimavelli, Royal Liverpool Golf Club í Hoylake. Aðrir áhugamenn sem sigrað hafa Opna breska eru John Ball og Bobby Jones. Hilton vann líka The Amateur Championship 4 sinnum, þ.m.t. 1911 þegar hann var eini breski kylfingurinn til þess að sigra bresku og bandarísku áhugamannakeppnirnar (ens.: British and US Amateurs) sama árið. Hilton dró sig úr golfíþróttinni með 99-29 rekorð (77,3%) á Amateur Championship. Árið 1912 átti hann stóran þátt í að hanna Ferndown golfklúbbinn í Dorset, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2011 | 19:00
Mickey Wright gefur bandaríska golfsambandinu golfminjagripi
Mickey Wright gaf bandaríska golfsambandinu (USGA=United States Golf Association) í gær veglega gjöf: alla silfurverðlaunabikarara sína úr Opnu bandarísku kvenmótunum (US Women´s Open), sem hún vann; fræga Bulls-Eye pútteinn sinn, sem hún púttaði með í öll skipti nema eitt í þeim 82 sigrum sem hún vann; sjaldgæfa upptöku af golfsveiflu sinni, sem sjálfir Ben Hogan og Byron Nelson sögðu vera bestu golfsveiflu, sem þeir hefðu nokkru sinni séð. Mickey Wright hefir geymt þessa sögulegu gripi á heimili sínu í næstum 40 ár, sumt á borðum og hillum og sumt í skápum og undir rúmi sínu. Hún hefir aldrei hugsað mikið um þá. Mickey Wright er af mörgum álitin besti kvenkylfingur í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 22 – Willie Fernie
William „Willie“ Fernie (1857–1924) var skoskur kylfingur frá vöggu golfsins, St. Andrews. Hann sigraði Opna breska, 1883 á Musselburgh Links. Mótið var 4 hringja á 9 holu vellinum, haldið á föstudegi í nóvember. Fernie deildi sætinu að loknum hefðbundnum hringjafjölda með þeim sem átti titil að verja, Bob Ferguson, en báðir voru á 158 höggum. Næsta dag vann Fernie bráðabanann milli þeirra Ferguson, með einu höggi. Fernie var í 2. sæti á Opna breska árin 1882, 1884, 1890 og 1891. Þegar George Strath fór frá Royal Troon árið 1887 varð Willie Ferni golfkennari þar og var þar næstu 37 ár. Willie Fernie vann sem golfvallarhönnuður og gerði á ferli sínum m.a. breytingar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2011 | 15:00
Viðtalið: Margrét Óskarsdóttir, GKJ: „Golfið læknaði heimþrá eftir Noregi.”
Í vor tók Golf 1 viðtal við skemmtilegan kylfing, Margréti Óskarsdóttur, GKJ, sem starfar við sölu golfferða hjá VITA Golf og er því mörgum kylfingnum, sem pantar sér golfferð að góðu kunn. Skrifstofan hennar er draumskrifstofa sérhvers kylfings, en veggina prýða m.a. fallegar myndir af brautum Fancourt golfvallarins í Suður-Afríku. Fyrir hrun var að sögn Margrétar algengara en nú að fólk ferðaðist í golf þangað. Lagðar voru nokkrar spurningar fyrir Margréti sem hún veitti góðfúslega svör við: Fullt nafn: Margrét Óskarsdóttir. Klúbbur: GKJ, þ.e. Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ. Hvenær og hvar fæddistu? Í Reykjavík 16.10.1951. Hvar ertu alin upp? Í Reykjavík. Fjölskylduaðstæður? Spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er gift Steinari Þór Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 21 – John Ball
John Ball yngri (f. 24. desember 1861 – d. 2 desember 1940) var frægur enskur áhugamaður í golfi á ofanverðri 19. öld og í byrjun 20. aldar. John Ball yngri fæddist í Hoylake, Merseyside. Pabbi hans var velhafandi eigandi Royal Hotel, sem er nærri Royal Liverpool Golf Club í Hoylake. John Ball ólst upp við að spila golf sem unglingur á Royal Liverpool golfvellinum, sem var byggður þegar hann var strákur. Eftir sigur á The Amateur Championship 1888, varð Ball fyrsti Bretinn til þess að sigra Opna breska árið 1890. Sama ár vann hann 2. Amateur mót og var sá fyrsti til að vinna bæði mótin sama árið. John Ball Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 14:00
Hver er kylfingurinn: Paige MacKenzie?
Paige MacKenzie fæddist 8. febrúar 1983 í Yakima, Washington og er því 28 ára. Hún byrjaði að spila golf 3 ára gömul og segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilar á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike. Paige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var útnefnd stúlkna kylfingur ársins árið 2000 (ens.: Girl Golfer of the Yea) bæði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 20 – Lady Margaret Scott
Lady Margaret Rachel Scott er fædd 5. apríl 1874 um það leyti sem Kristján konungur IX. afhenti Íslendingum fyrstu stjórnarskránna um hin sérlegu málefni Íslands. Lady Margaret var dóttir John Scott, 3. jarlsins af Eldon og sú 4. af 7 börnum hans. Í skjóli forréttindastöðu sinnar var hún ein af fáum konum, sem fékk að leika sér í golfi, en hún þótti yfirburðakvenkylfingur á sínum tíma, sigraði m.a. fyrstu þrjú bresku kvenmeistaramótin í golfi (British Ladies Championships) árin 1893, 1894 og 1895. Margir bræðra hennar voru líka í golfi: Michael Scott sigraði The Amateur Championship árið 1933, annar bróðir Osmund Scott var í 2. sæti á sama móti 1905 og bróðir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 19 – Archie Simpson
Archibald (Archie) Simpson 1866 – 1955 var sæmilegur kylfingur en aðallega þekktur fyrir golfvallarhönun. Hann var fæddur inn í heldri fjölskyldu í Earlsferry (Fife) í Skotlandi. Eldri bróðir hans var Bob Simpson, frægur kylfusmiður í Carnoustie. Archie, yngri bróðirinn, var svo sannarlega hæfileikaríkur kylfingur; hann var meðal efstu kylfinga nokkrum sinnum í röð á Opna breska á árunum 1880-1890. Hann var arkítekt og aðstoðaði Old Tom Morris (1821-1908) í að endurhanna Carnoustie golfvöllinn og Royal Aberdeen golfvöllinn í Balgownie. Hann hannaði völlinn í Nairn (1887). Árið 1891 varð hann golfkennari í Royal Isle of Wight, en fór fljótt aftur aftur heim til Skotlands; fyrst Prestwick og síðan Carnoustie. Hann varð golfkennari í Balgownie Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2011 | 21:00
Kylfingar 19. aldar: nr. 18 – Andrew Kirkaldy
Andrew Kirkaldy (1860–1934) var skoskur atvinnukylfingur. Í fyrsta Opna breska, sem hann tók þátt í 1879 varð Andrew í 2. sæti á eftir Jamie Anderson á Old Course í St. Andrews. Í Opna breska 1889 á Musselburgh Links tapaði Andrew í bráðabana gegn Willie Park yngri. Og loks í Opna breska 1891 bar bróðir hans Hugh (Golf 1 fjallaði um hann í gær) sigurorð af honum og hann varð í 2. sæti ásamt Willie Fernie. Allt í allt varð Andrew Kirkaldy 14 sinnum á topp 10 og sex sinnum meðal topp-3 á Opna breska. Heimild: Wikipedia
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2011 | 21:00
Kylfingar 19 aldar: nr. 17 – Hugh Kirkaldy –
Hugh Kirkaldy (1865–1895) var skoskur kylfingur sem fæddur var í „vöggu golfíþróttarinnar”, St. Andrews. Hann vann Opna breska árið 1891, þegar það var spilað á Old Course á St Andrews. Mótið fór fram í október í slæmu veðri og sigurskorið var 166 högg á 36 holum. Hann bar sigurorð af bróður sínum, Andrew og Willie Fernie frá Troon og átti 2 högg á þá báða. Þetta var síðasta Opna breska, þar sem aðeins voru spilaðar 36 holur. Hugh Kirkaldy dó aðeins 3 árum eftir sigur sinn, úr lungnasjúkdómi, 29 ára að aldri. Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024