Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2012 | 22:00

Frægir kylfingar: Charlize Theron og George Clooney lýsa aðdáun sinni á Fassbender

 

Charlize Theron og hinn margdáði Michael Fassbender.

Charlize Theron dásamar besta part kollega síns, Þjóðverjans, Fassbender.
Mynd: dpa

Los Angeles –  

Þýski leikarinn Michael Fassbender kom fram nakinn í nýjasta hlutverki sínu – og öll Hollywood dáist að því hversu vel hann er vaxinn niður. Áhugakylfingurinn og leikkonan suður-afríska, Charlize Theron var svo hrifin af besta parti mótleikara síns að hún hefir látið hafa eftir sér: „Prýðin milli fóta þér var opinberun!“

Leikararnir hafa lokið við að leika í myndinni „Prometheus“ en í henni er Fassbender í öllum fötum.  Hins vegar í kynferðisdrama-inu „Shame“ kom leikarinn fram algerlega nakinn í nokkrum senum.

George Clooney.

Theron er ekki eini áhugakylfingurinn meðal stjarna Hollywood sem lofað hefir lim Fassbender.  Á Golden Globes verðlaunaafhendingunni sagði flóttafólks-í-Súdan-baráttumaðurinn og áhugakylfingurinn per exellance George Clooney í ræðu sem hann hélt: „Í alvöru talað Michael (Fassbender) þú getur spilað Golf – líka með hendur bundnar fyrir aftan bak!“

Heimild: Express