Golfvellir á Spáni: í Cádiz: nr. 5 – Arcos Gardens – 3. grein af 4
Í kvöld er ætlunin að halda sér á sögulegu nótunum, þar sem það virtist falla í góðan jarðveg meðal lesenda Golf1.is í gær. Hins vegar verður nú nánar farið í sögu golfstaðarins Arcos Garden og bóndabæjarins Cortijo Fain, sem golfstaðurinn er byggður á.
Saga Cortijo nær aftur til Doña Ana María Trujillo Coronado & Torres tímans, en hann afleiddi Santa Catalina Mártir skólann að bænum, en skólinn var stofnaður 1653. Skólinn varð síðan eign La Compañía de Jesús, en prestar þeirrar reglu settu m.a. forna flís frá 17. öld á hægri hlið kapellunnar, þegar komið er í anddyri Cortijo hluta Arcos Garden, en á flísinni er stofnandi reglunnar San Ignacio de Loyola.
Þann 14. júní 1781 seldi spænska ríkið kirkjueignina Don José Tadeo Herrero, í viðurvist klerksins Alonso Rodríguez Romero, af hálfu hertogans og hertogaynjunnar af Arcos, fyrir 480.000 Reala. Í gegnum árin hefir eignin verið í eigu Jesúíta.
Á tímabili var Arcos Gardens herfangelsi þar sem þúsundir Frakka voru í haldi Spánverja í stríðinu um Bailén, en ummerki frá þeim tíma er m.a. að finna í formi gamals varðmannaskýlis í einu horni Cortijo hluta Arcos Garden. Í en fjarlægari fortíð var það notað sem ólívumylla, þar sem ólívur voru pressaðar, sem safnað var í ólívulundunum í kringum Cortijo.
Cortijo er áhrifamikið bóndabýli frá 17. öld sem varðveist hefir í upprunalegum stíl umgefið stórum ólívutrjáarlundum og tröllatrjám (ens. eucalyptus trees) aðeins 3 km frá hinum fallega bæ Arcos de la Frontera, sem hefir verið friðlýstur. Í raun er Cortijo Fain, á hinni frægu leið „Pueblos Blancos“ (hvítu bæirnir) og býli fullt af þjóðsögum.
Cortijo í dag samanstendur af fjölmörgum byggingum sem bættst hafa við í gegnum árum kringum miðtorgið sem nú er skreytt glæsilegu Bouganvillu-tré.
Á einni hliðinni er gamalt fjárhús, þar sem barinn, móttakan og arininn eru og á hinni hliðinni er rúmgott eldhús og á þriðju hliðinni er aðalbyggingin, með breiðum stiga.
Í gegnum tíðina er Cortijo Faín orðið eitt fallegasta, gamla býlið sem hefir verið breytt í hótel. Það er byggt í klassískum, andalúsískum stíl með hvítum veggjum og skreyttri framhlið og er nú hryggjarstykki Arcos Gardens Golf Club & Country Estate.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024