Kylfingar 19. aldar: nr. 27 – Isette Pearson
Isette Pearson fæddist 2. nóvember 1861 og dó 25. maí 1941. Hún er nefnd móðir golfs í Surrey og var stofnandi LGU (Ladies Golf Union), í maí 1893. Hún átti m.a. stóran þátt í að móta forgjafarkerfið, sem var í molum á 19. öld. (Sjá m.a. 3. grein um: USGA minnist þess að 100 ár eru liðin frá því forgjafarkerfið var tekið upp, sem birtist hér á Golf 1 fyrr í dag, en þar er minnist Hunky Yun, á Isette.)
Isette fluttist með fjölskyldu sinni til Putney 1879, þá 18 ára og gekk í Barnes golfklúbbinn og hóf þar með þátttöku í golfi í Surrey. Hún flutti sig síðan yfir í Wimbledon golfklúbbinn. Hún var forseti Surrey Ladies Golf Club á árunum 1900-1912.
Álitið var að Isette væri piparjómfrú og hún kom af stað heilmiklu slúðri þegar hún kvæntist tvívegis á „jazzáratugnum“ (ens. the roaring twenties), þá hátt komin á fimmtugsaldur.
Isette Pearson hleypti m.a.s af stokkunum sínu eigin golfmóti. Fram kom sú tillaga að skera ætti úr um hver væri besti kylfingur í Surrey með því að halda mót og gaf Isette bikarinn í mótið: the Pearson Challenge Cup. Sumum fannst að forgjafarlægstu kylfingarnir ættu bara að fá að keppa en Isette fannst að allir kylfingar ættu að hljóta kepnisrétt. Málamiðlunin var að allir með forgjöfina 15-32 gætu keppt í mótinu. Árið 1910 tóku klúbbar í Middlesex, Hertfordshire og Kent County einnig þátt í mótinu, sem þá nefndist: The Pearson Trophy.
Isette tók m.a. þátt í fyrstu British Ladies Amateur Golf Championship og varð í 2. sæti; tapaði fyrir Lady Margaret Scott í bæði skiptin; 1893 7&5 og 1894 3&2, en spiluð var holukeppni.
Loks mætti geta að Isette Pearson skrifaði kafla í golfkennslubók fyrir konur, sem hét „Our Lady of the Green“ og kom út árið 1899 hjá Bullen & Lawrence, í London.
Heimild: Wikipedia og www.slcga.org/docs/pear2008.pdf
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024