Lexi Thompson
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2011 | 11:00

Lexi elskar lífið: „Þetta er búið að vera frábært“

Sextán ára, sjö mánaða og átta daga gömul.

Í golfinu skiptir aldur bæði hár og lágur máli, þegar kemur að einhverju sérstöku afreki og eftir smá tíma umhugsunar þá er sigur Lexi Thompson á Navistar LPGA Classic, þann 18. september 2011 einmitt sérstakur í ljósi aldurs.

Táningurinn frá Flórída (Lexi) bætti fyrra met um meira en 2 ár, þ.e. varð yngst til að sigra fjölhringjamót á LPGA – en það er að þakka stuttri ævilangri erfiðisvinnu hennar (Lexi), íþróttamannslegum hæfileikum og snilldar foreldrum (Scott og Judy), sem stutt hafa hana í golfinu.

Lexi mun sem kunnugt er fá fullan þátttökurétt á LPGA 2012 eftir að hafa á árangursríkan hátt fengið undanþágu frá lágmarksaldurákvæðinu, sem segir að til þess að vera fullgildur félagi LPGA verði viðkomandi að vera 18 ára. En áður en kemur að því spilar Lexi á CME Group Titleholders, sem hefst á morgun í Grand Cypress Resort. Fyrir Lexi hefir lífið eftir sigurinn á Navistar m.a. verið uppfullt af kynningarheimsóknum til NY City, uppfullt af aðdáendabréfum og tíma til afslöppunar, sem hún hefir notið.

„Það hefir alltaf verið draumur minn að spila á LPGA í fullu starfi,“ sagði Lexi í gær á blaðamannafundi, sem ekki bara var sneisafullur af fréttamönnum heldur einnig stjórnendum á LPGA sem voru forvitnir hvaða áhrif táningurinn (Lex) kæmi til með að hafa á mótaröðina. „Að pabbi skyldi vera á pokanum þessa viku og að hann hafi deilt þessari upplifun með mér var allt sem ég gat beðið um. Ég vann svo hart að þessu nokkrum vikum fyrir mótið – og allt small síðan saman í mótinu.“

Eftir töfravikuna í Alabama hefir Lexi að sögn átt nokkur „cool“ augnablik, sérstaklega þegar hún hitti leikarana Taylor Lautner og Jonah Hill í Today Show (sjónvarpsspjallþætti í Bandaríkjunum). „Það er ákvörðun mín að sinna vel fjölmiðlakynningu,“ sagði hún „Ég elska það að ferðast og koma fram í sjónvarpi og gera hluti því tengdu. Þetta hefir verið mjög skemmtilegt frá því ég vann Navistar og bara öll þessi vegferð. Þetta hefir verið frábært.“

Það er þess virði að staldra aðeins við og athuga hvernig gleðin hefir verið hluti af golfþróunarferlinu  hjá henni – það er eins og innbyggt í fjölskylduna, en henni tilheyra líka PGA kylfingurinn Nick og Curtis sem spilar í bandaríska háskólagolfinu, bræður Lexi.

„Við gerðum þetta bara skemmtilegt,“ sagði Judy Thompson (mamma Lexi).  „Þetta varð aldrei skylda, eins og að segja við þau að nú yrðu þau að fara að slá tvo pýramíða af golfboltum eða fara og chippa í 4 tíma. Farið og gerið það sem þið viljið. Ef þið viljið spila 36 holur með vinum ykkar gerið það. Ef þið viljið slá bolta allan daginn, gerið það. Það var þeirra val hversu mikið þau æfðu. Við sögðum aldrei: „Þú verður að gera þetta eða hitt. Það var alltaf þeirra val.“

„Þetta var aldrei skylda“ samþykkir Lexi. „Ég bara elska að fara þarna út og æfa.“

Fram til þess hefir Lexi unnið með golfkennaranum Jim McLean. Hann aðstoðaði hana m.a. við að lækna slæm tilvik „hooks“ fyrr á árinu, en hefir að öðru leyti aðallega farið yfir grunninn með henni og þróað með henni tilfinningu, sem og að forða henni frá því að flækja sig of mikið í flóknum sveifluhugsunum.

„Ég hef ekki breytt því hvernig ég hugsa yfir golfboltanum,“ sgði Lexi aðspurð hvernig leikur hennar hefði þróast yfir árin. „Kannski hugsa ég aðeins minna. Ég hugsa venjulega um ekkert þegar ég er yfir golfboltanum, kannski hraða, kannski uppstillingu, en það er allt. Ég held þessu einföldu – ég hef alltaf gert það.“

Scott (pabbi Lexi) segir: „Ég held að það hafi verið stór hluti árangurs hennar að halda öllu einföldu.“ Hann mun áfram vera kaddý dóttur sinnar um óákveðinn tíma, en það er samvinna sem Judy segir að sé ekki fullkomin en dugi sem stendur.

„Hún virðir hann sem föður sinn og hann virðir hana sem vinnuveitanda sinn,“ sagði Judy „þannig að þau virða tilfinningar hvers annars. Ég segi ekki að það hafi aldrei verið slæmt. Ég ætla ekki að sykurhúða hlutina. En þau taka það sem rætt er um út á velli aldrei heim með sér. Hann þekkir hana. Þar til hún þroskast og vex úr grasi er hann það besta fyrir hana. Og hún hefir viðurkennt það. Þar til það brotnar, af hverju að gera við það?

Það er nú ekki beinlínis eins og Lexi hafi ekki vaxið síðustu ár. Hún vinnur í golfvallarstjórnun sinni, reynir að forðast að vera með há skor, spilar alltaf frá pinnanum, sem er skynsamt. „Ég fer samt enn eftir pinnanum“ segir hún (Lexi) „en ef maður stendur frammi fyrir erfiðu höggi, þá hugsar maður um lendingu og hvar líklegast er best að lenda ekki.“

„Ég hef tekið eftir fullt af nýjum hlutum hjá henni s.l. 1 1/2 ár,“ sagði Judy. „Ég veit ekki hvar hún fær þetta nýja stig þroska og hvernig á að takast á við hluti.“

Það hefir verið lærdómur í leiðinni, sem ekki hefir haft neitt með golf að gera.

Scott og Judy (foreldrar Lexi) rifja upp atvik þegar dóttir þeirra var 10 eða 11 og hegðaði sér illa á stóru unglingamóti í Texas. „Hún hegðaði sér illa á æfingahringnum og þegar kom að pro-am hlutanum hegðaði hún sér reglulega illa,“ sagði Judy. Scott setti kylfur Lexi í farangursrými bílsins okkar. Í stað þess að keppa þá viku varð Lexi að gera heimavinnuma sína upp á hótelherbergi. „Fólk horfði á Scott eins og hann væri með 5 höfuð,“ sagði Judy. „Þú ert að grínast í mér? Ætlar þú að taka krakkann úr móti, sem þú ert búinn að borga fyrir að fullu og fljúga hingað til þess að hún geti tekið þátt í? Þetta er „tough love.“ Maður verður að taka snemma á þessu.“

Auðvitað eru aðrir hlutir sem þarf að taka á, bæði utan og innan vallar, þegar Lexi Thompson vex úr grasi. En 16 ára 9 mánaða og 5 daga gömul þá er líf hennar bara ansi hreint svalt eða eins og Lexi myndi segja „pretty cool.“

Heimild: Golf Digest