Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2014 | 18:00

LPGA: Laetitia Beck fyrsti ísraelski kylfingurinn á LPGA

Laetitia Beck frá Caesarea, Ísreal, varð ásamt 6 öðrum stúlkum í 18. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og varð því að koma til 7 stúlkna bráðabana um 3 síðustu sætin, sem hlutu fullan keppnisrétt.

Beck varð ein af þeim heppnu og er auk þess fyrsta ísraelska stúlkan til þess að keppa á LPGA.

„Ég reyndi að vera ekki að setja neina pressu á sjálfa mig,“ sagði Beck. „Þegar ég var á fyrstu holu bráðabanans spurði ég dómarann hvort, ef ég hlytu aðeins spilarétt að hluta, hvort ég yrði ekki álitin LPGA leikmaður og hann sagði jú þannig að það hjálpaði mér aðeins.  Ég var alls ekki eins stressuð og ég hélt að ég myndi vera.“

Og það var ekkert stress í Beck þegar hún tók fleygjárnið sitt af 100 metra færi go sökkti fuglapúttinu sínu og hélt sér í bráðabananum.

„Ég held ég sé ekki farin að ná þessu enn,“ sagði hún aðspurð um hvernig væri að vera komin á LPGA.  „Í hvert skipti sem ég geri eitthvað frábært þá finnst mér það bara eðilegt. Ég er spennt. Ég er viss um að fjölskylda mín og vinir í Ísrael eru einnig spenntir líka þannig að ég er ánægð og líka ánægð fyrir hönd fjölskylunnar.“