Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Jennifer Ha (47/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

Næst verða þær kynntar, sem deildu 8. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það eru enski kylfingurinn Mel Reid (69 64 75 72 72); danski kylfingurinn Therese O´Hara (75 70 73 68 66) og kanadíski kylfingurinn Jennifer Ha (70 74 69 67 72).

Allar léku þær á samtals á 8 undir pari 352 höggum.

Mel Reid og danski kylfingurinn Therese O´Hara hafa þegar verið kynntar og verður nú að síðustu Jennifer Ha kynnt.

Kanadíski kylfingurinn Jennifer Ha fæddist 1. febrúar 1994 og er því nýorðin 23 ára. Hún er dóttir John og Christinu Ha.  Jennifer á eina yngri systur Jummy.

Ha lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Kent State en um afrek hennar þar mað lesa með því að SMELLA HÉR: 

Hún (Jennifer Ha) er í kanadíska kvennalandsliðinu í golfi.

Sjá má Twitter síðu Ha með því að SMELLA HÉR: