Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2011 | 08:00

„Strákarnir okkar“ í 23. sæti á Evrópukeppni PGA landsliða

Svona er golfið – líkt og lífið – stundum gengur vel stundum illa. Strákunum okkar, þeim Úlfari, Sigurpáli og Ólafi H. hefir bara ekki gengið að óskum í Evrópukeppni PGA landsliða. Eftir 3. dag eru þeir í 23. sæti af 26 liðum og spila lokahringinn í dag. Nú reynir á að sýna öllum golfnemunum, sem þeir hafa kennt heima á Íslandi, hvernig spila á undir pressu og fara alltaf með jákvætt hugarfar inn í mót, sama hvernig gengið dagana á undan hefir verið! Ná því besta fram í vondri stöðu – einkenni þeirra sem bestir eru. Og það eru þeir svo sannarlega þótt þeir hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit í þessari keppni!

Strákarnir okkar eru samtals búnir að spila á 468 höggum (162 147 159) eða +36 yfir pari,  á par-72 Vale do Lobo vellinum í Portúgal.Tvö bestu skor hvers dags telja.

Í 1. sæti er lið Frakklands á 418 höggum (140 140 138) eða samtals -14 undir pari.

Golf 1 óskar „strákunum okkar“ góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Evrópukeppni PGA landsliða smellið HÉR: