Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2024 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (8/2024)

Spyr einn kylfingur annan: „Hvernig gekk í dag?“ „Ég spilaði á 69 höggum,“ svaraði kylfingurinn. Spyrjandinn opinmynntur „Hva, vá, það er frábært! Eigum við að spila saman á morgun?“ Hinn segir: „Já auðvitað. Ég á alveg eftir að spila hinar 9 holurnar!“


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2024 | 17:30

LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tóku báðar þátt í LET Access móti vikunnar, Get Golfing Women´s Championship. Mótsstaður er The Club Mill Green, sem er á milli bæjanna Hatfield og Welwyn Garden, City í Hertfordskíri, Englandi. Staðan þegar þetta er ritað kl. 16:30 að íslenskum tíma er sú að Ragnhildur er úr leik; spilaði á 6 yfir pari, 150 höggum (74 76) og munaði aðeins 1 sárgrætilegu höggi að hún kæmist gegnum niðurskurð. Guðrún Brá er enn út á velli á 6 holur óspilaðar og er sem stendur í 24. sæti. Fylgjast má með Guðrúnu Brá á skortöflu á Get Golfing Women’s Championship með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024

Það er Elías Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1. Elías er fæddur 31. ágúst 1954 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Sandgerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elíasi til hamingju með afmælið hér að neðan: Elías Kristjánsson  70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959; Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (82 ára); Elías Kristjánsson, GSG, 31. ágúst 1954 (70 ára); Ása Ólafsdóttir, 31. ágúst 1952 (62 ára); Snæbjörn Guðni Valtýsson, GS, 31. ágúst 1958 (66 ára); Ólafur Hafsteinsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og á því 48 ára afmæli í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (81 árs); Erling Svanberg Kristinsson, 30. ágúst 1951 (73 ára); Ingibjörg Snorradóttir, 30. ágúst 1951 (73 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (51 árs) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2024 | 05:52

Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 3. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 16.-18. ágúst sl. Alls voru 8 klúbbar sem tóku þátt. Efsta liðið fór upp í 2. deild og neðsta liðið féll  í 4. deild. Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB, og Golfklúbbur Borgarness, GB léku til úrslita um sigurinn. Þar hafði GFB betur, 3-0. Golfklúbbur Byggðarholts, GBE, frá Eskifirði varð í þriðja sæti eftir 2-1 sigur gegn Golfklúbbi Húsavíkur um þriðja sætið. Golfklúbburinn Mostri frá Stykkishólmi féll í 4. deild. Íslandsmeistarasveit karla í 3. deild, á Íslandsmóti golfklúbba 2024, var svo skipuð: Ármann Viðar Sigurðsson;  Grímur Þórisson; Kristján Benedikt Sveinsson (klúbbmeistari GFB 2024) og feðgarnir Sigurbjörn Þorgeirsson og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2024 | 05:30

Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna

Íslandsmót unglinga 2024 í holukeppni fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði dagana 24.-26. ágúst. Úrslitin réðust mánudaginn 26. ágúst sl. Til úrslita í stúlknaflokki 17-18 ára léku Eva Kristinsdóttir, GM og Auður Bergrún Snorradóttir, GM. Þar hafði Eva betur 7/6. Heiða Rakel Jónsdóttir, GM, og Elísabet Sunna Scheving, GKG, léku til úrslita um þriðja sætið og þar hafði Heiða Rakel betur 1/0. Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska

Fjórir íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á Rosa Challenge Tour mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu. Þetta eru þeir: Axel Bóasson, GR; Dagbjartur Sigurbrandsson; GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR. Mótið fer fram í Rosa golfklúbbnum í, Konopiska, Póllandi, dagana 29. ágúst – 1. september 2024. Eftir 1. dag er staðan þessi meðal íslensku keppendanna að:  1 Haraldur Franklín er T-72; kom í hús á 1 yfir pari, 71 höggi 2 Axel er T-94; kom inn á 2 yfir pari, 72 höggum 3 Dagbjartur er T-111; kom inn á 3 yfir pari, 73 höggum 4 Guðmundur Ágúst rekur lestina er T-143, eftir að hafa spilað á 7 yfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 18:00

Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára

Íslandsmót unglinga 2024 í holukeppni fór fram á Kirkjubólsvelli, í Sandgerði, dagana 24.-26. ágúst 2024. Úrslitin réðust mánudaginn 26. ágúst. Til úrslita í piltaflokki 17-18 ára léku Veigar Heiðarsson, GA, og Valur Snær Guðmundsson, GA. Þar hafði Veigar betur 3/2. Guðjón Frans Halldórsson, GKG og Skúli Gunnar Ágústsson, GK, léku um bronsverðlaunin þar sem að Guðjón Frans sigraði 2/1. Sjá má úrslit í piltaflokki Íslandsmótsins í holukeppni með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR eru meðal keppenda á LET Access móti sem fram fer 30. ágúst – 1. september 2024 og ber heitið „Get Golfing Womens Championship.“ Mótið hefst því á morgun. Mótsstaður er The Club Mill Green, sem er á milli bæjanna Hatfield og Welwyn Garden, City í Hertfordskíri, Englandi. Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag. Þetta er áttunda mótið hjá Ragnhildi á þessu tímabili en hún er í sæti nr. 72 á stigalistanum – Sjá með því að SMELLA HÉR: Guðrún Brá er að leika á sínu áttunda móti á tímabilinu en hún er í sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 17:00

Hjördís fór holu í höggi!

Hjördís Björnsdóttir, GR, tók þátt í 8. móti Sumarmótaraðar Garmin og GR kvenna, þann 12. ágúst 2024. Um 68 kvenkylfingar kepptu og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni. Hjördís fór holu í höggi á 13. braut á Korpu, leggnum Sjórinn/Áin. Þrettánda braut er par-3 braut, 105 metra af rauðum teigum. Golf 1 óskar Hjördísi innilega til hamingju með draumahöggið og inngönguna í Einherjaklúbbinn! Í aðalmyndaglugga: Hjördís Björnsdóttir, GR. Mynd: Í einkaeigu