Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2011 | 08:00

„Strákarnir okkar“ í 22. sæti í Portúgal

Í Vale do Lobo í Portúgal fer nú fram Evrópukeppni PGA landsliða, þ.e. dagana 26.-29. nóvember. Alls taka 26 lið frá jafnmörgum Evrópulöndum þátt. Strákarnir okkar, þeir Úlfar Jónsson, GKG, sem jafnframt er fyrirliði, Sigurpáll Geir Sveinsson, GK og Ólafur H. Jóhannesson, GSE,  hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit, deila 22. sætinu í mótinu ásamt liði Slóveníu.

Tvö bestu samanlögðu skor gilda eftir hvern dag og fyrsta dag mótsins var samanlagt skor íslenska liðsins 162. Síðan gekk mun betur í gær þegar strákarnir okkar bættu sig um heil 15 högg, en þá var samanlagða skorið 147. Samtals hefir íslenska liðið því spilað á 309 höggum.

Frakkland, Ítalía og Spánn deila efsta sætinu á 280 höggum og ekki óvinnandi vegur að laga skorið heilmikið næstu 2 daga!

Golf 1 óskar strákunum okkar góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna í Vale do Lobo þegar mótið er hálfnað smellið HÉR: