10 ástæður fyrir að The Masters verður samt frábært án Tiger
Með harmafréttunum um að Tiger hafi gengist undir bakuppskurð og muni því missa af Masters í fyrsta sinn frá árinu 1994 þá fóru að heyrast ýmsar raddir áhangenda hans að mótið yrði ekki það sama án hans. Þó að mótið missi aðeins af aðdráttarafli sínu, þ.e. að sjá Tiger reyna að öngla sér í 15. risamótssigur sinn þá eru hér engu að síður 10 ástæður fyrir að Masters mótið verður eftir sem áður frábært:
1. Þetta er ófyrirsjáanlegasta Masters mótið hingað til – Jamm, hingað til alveg frá upphafi. Aðeins 2 af topp 10 á heimslistanum hafa sigrað á PGA Tour á þessu keppnistímabili. Phil Mickelson hefir ekki átt topp-10 árangur á árinu og Rory McIlroy, sem þykir sigurstranglegastur hefir ekki sigrað á PGA Tour frá árinu 2012. Óþekktir kylfingar hafa stigið fram á þessu keppnistímabili á PGA Tour og verið að gera góða hluti. Og þó sumum finnist það leiðinlegt að fylgjast með „nobody-unum“ þá er þó eitt jákvætt við þetta, en það er að nú er líklegra en nokkru sinni að hvaða þátttakandi sem er geti sigrað!
2. Veðurspáin er frábær!
3. Það hefir ekki verið leiðinlegur lokahringur á Augusta National í 5 ár í röð
4. Rory virðist nú loksins í formi til þess að vinna grænan jakka. Hann er í efsta sæti yfir þá sem veðbankarnir spá sigri á The Masters.
5. Þó Tiger sé ekki fáum við eftir sem áður að sjá golfgoðsagnirnar 3: Jack, Arnie og Gary
6. Engin breyting verður á par-3 mótinu. Tiger tekur venju skv. aldrei þátt í því hvort eð er.
7. Tveir „heitir“ fyrrum sigurvegarar á The Masters verða með, sem gaman er að fylgjast með: Adam Scott og Bubba Watson. Adam Scott á auðvitað titil að verja og Bubba virðist tilbúinn í slaginn og er sigurstranglegur svo framarlega sem alparósirnar espa ekki upp í honum ofnæmi sem hann er með.
8. Einhver af þessum sigurvegurum gæti komið sterkur inn í mótið og e.t.v. unnið það— Sergio Garcia, Jason Day, Dustin Johnson, Henrik Stenson, Matt Kuchar, Jordan Spieth, Steve Stricker, Ian Poulter, Brandt Snedeker, Patrick Reed … listi sigurvegara sem keppa á The Masters er of langur til að telja alla upp.
9. Stadler-feðgarnir spila á The Masters – pabbinn í síðasta sinn og strákurinn í fyrsta sinn.
10. Þetta er eftir sem áður THE Masters — Þetta verður besta vika ársins í golfinu og besta mótið á mótaskránni. Jafnvel þó nr. 1 taki ekki þátt lifir mótið það af og býður án nokkurs vafa upp á 4 daga af ótrúlegu golfi í þessari einni frægustu golfumgjörð jarðarinnar: Augusta National!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024