Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 03:00

11 atriði sem þið vissuð e.t.v. ekki um Gullna Björninn

Um Gullna Björninn eða m.ö.o. golfgoðsögnina Jack Nicklaus er margt vitað, m.a. að hann sigraði í 18 risamótum og 115 öðrum mótum, en hér fer listi 11 atriða, þar sem þið finnið e.t.v. eitt og annað, sem þið vissuð ekki um Nicklaus:

Nr. 1 Nicklaus elskar ostrur. Á hans tíma var eitt af mótum PGA Tour í New Orleans og þar fékk hann sér gjarnan ostrur… sem var svolítið áhættusamt því þær fara ekki alltaf vel í maga …..

Nr. 2 Nicklaus spilar alltaf með 3 pennys í vasanum: eitt sem hann notar sem boltamerki, annað til vara og það þriðja ef meðspilarann skyldi vanta boltamerki.

Nr. 3 Nicklaus spilaði lengi vel með leðurgripi þótt flestir atvinnumenn hefðu löngu áður skipt yfir í gúmmígrip.

Nr. 4 Engin bindi heima hjá Nicklaus. Ef gestir komu með bindi í heimsókn til Nicklaus, þá klippti Nicklaus gjarnan bindin af!

Nr. 5 Nicklaus er litblindur. Það hefir hingað til ekki háð honum á golfvelli ….

Nr. 6 Nicklaus hefir gott minni. Hann man t.a.m. nöfn allra sem hann hefir spilað með golf t.d. á yngri árum.

Nr. 7  Jack Nicklaus á 5 punda seðli. Í tilefni af Opna breska 2005 á St. Andrew, sem átti að vera síðasta sinnið sem Nicklaus tæki þátt í þessu risamóti gaf Royal Bank of Scotland út 5 punda peningaseðil, með mynd af Nicklaus. hann er eina lifandi manneskjan fyrir utan bresku konungsfjölskylduna, sem sjá má á breskum peningaseðli.

Nr. 8 Jack vildi hætta eftir sigur á Memorial mótinu 1977. Jack Nicklaus var svo tilfinningasamur eftir sigur sinn í móti, sem hann kom á laggirnar The Memorial að hann ætlaði að hætta eftir að hann vann umræddan sigur ´77. Sem betur fer tókst eiginkonunni að slá þá flugu úr hausnum á honum því Gullni Björninn átti eftir að sigra í 4 risamótum og 5 mótum á PGA Tour.

Nr. 9 Uppnefni Nicklaus „Gullni Björninn“ kemur úr fyrrverandi Highschool sem Jack Nicklaus var í þ.e.Upper Arlington High School, en liðsmerki/lukkudýr skólans er Gullinn Björn.

Nr. 10 Nicklaus kvæntist 23.7.1960. Það er dagsetning PGA Championship risamótsins, sem hann komst ekki í …. og því gafst tími til þess að gifta sig! Jafnvel um morguninn á brúðkaupsdaginn spilaði Gullni Björninn golf!

Vissuð þið ….

Nr. 11 Nicklaus hefir margoft komið til Íslands … en ekki aðeins til þess að spila golf, eins og hann hefir gert hér m.a. á Jaðrinum á Akureyri … heldur til að veiða lax – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: „Allt er fólki á fimmtugsaldri fært!!!“ – Jack Nicklaus þegar hann sigraði á Masters 1986 þá 46 ára!!!