Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 22:00

10 bestu örvhentu kylfingarnir í gegnum tíðina

Hér á eftir fer upptalning á 10 bestu örvhentu kylfingum heims í gegnum tíðina og eru þeir hér taldir í engri sérstakri röð – þ.e. ekki er farið í ákvörðun á hver þeirra sé besti örvhenti kylfingurinn þó eflaust eigi allir sinn uppáhalds örvhenta kylfing!

Nr. 1 er kanadíski kylfingurinn Mike Weir – Hann hefir m.a. sigrað 9 sinnum á PGA Tour

Mike Weir

Nr. 2 er nýsjálenski kylfingurinn Bob Charles – Hann var að í golfinu í 50 ár og hefir m.a. sigrað í 70 mótum, þ.á.m. sigraði hann í 6 mótum PGA Tour þ.á.m. er hann sigurvegari Opna breska 1963.

Bob Charles

Nr. 3 er bandaríski kylfingurinn Eric Axley. Hann hefir sigrað einu sinni á PGA Tour þ.e. á Valero Texas Open 2006. Hann sigraði líka á Nationwide Tour (sem nú er Web.com tour) þ.e. Rex Hospital Open 2005 og þess utan tvívegis á NGA Hooters Tour. Árið 2014 varð Axley 50. á Web.com Tour Finals og var sá síðasti inn á PGA Tour og munaði bara  $31.66 á honum og þeim óheppna í 51. sæti. En ári síðar var annað upp á teningnum þá varð Axley í 51. sæti aðeins $ 101 á eftir Rob Oppenheim og missti af kortinu sínu fyrir 2015-2016 keppnistímabilið. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Axley með því að SMELLA HÉR: 

Eric Axley

Nr. 4 er bandaríski kylfingurinn Russ Cochran sem sigrað hefir einu sinni á PGA Tour þ.e. 1991 á Central Western Open. Eins varð hann í 2. sæti á  Tour Championship 1992. Hann hefir einnig sigrað á risamóti á öldungamótaröð PGA Tour, þ.e.   Senior Open Championship 2011 og eins sigraði hann í 4 öðrum mótum á öldungamótaröðinni. Mestallan 9. áratugin og að 1992 var hann eini örvhenti kylfingurinn á PGA Tour.

Russ Cochran

Nr. 5 er bandaríski kylfingurinn Ted Potter Jr.

Ted Potter Jr. sigurvegari Greenbrier Classic 2012

Ted Potter Jr. er eiginlega rétthentur en spilar alltaf örvhent. Hann á 2 sigra á PGA Tour í beltinu, Greenbrier Classic 2012 en sá sigur kom á nýliðaári Ted Potter, þar sem hann náði þeim glæsilega árangri að komast 13 sinnum í gegnum niðurskurð af 25 mótum, sem hann tók þátt í. Potter Jr. hefir líka sigrað á Web.com Tour tvívegis og eins 12 sinnum á NGA Hooters Tour. Hann sigraði líka á AT&T Pebble Beach Pro-Am, 2018.

Steve Flesch

 

Nr. 6 er bandaríski kylfingurinn Steve Flesh– Steve Flesch á 4 sigra á PGA Tour þ.á.m sigraði hann á  Bank of America Colonial 2004 and á Reno-Tahoe Open 2007. Þessi strákur frá Cincinnati náði m.a. að verða meðal topp-10 á stigalista Asíutúrsins á árunum 1993, 1994 og 1996. Hann sigraði á NIKE Tour Championship 1997 og vann sér þannig inn kortið sitt fyrir næsta keppnistímabil og er aðeins 2. örvhenti kylfingurinn til þess að sigra á því sem nú heitir Web.com Tour.

Nick O´Hearn

Nr. 7 er ástralski kylfingurinn Nick O´Hearn – Hann sigraði aldrei á PGA Tour en á sínum 13 árum á PGA Tour varð hann 23 sinnum meðal efstu 10 og einu sinni í 2. sæti. Hann vann sér líka inn nærri $7.5 milljónum á þeim tíma.  Þessi ákafi vínsafnari hefir náð allt í 20. sætið á heimslistanum (2005). Hann sigraði 2006 á Australian PGA Championship og hefir alls sigrað 5 sinnum í alþjóðlegum mótum.

Bubba Watson

Nr. 8 er bandaríski kylfingurinn Bubba Watson – Hann hefir m.a. sigrað 9 sinnum á PGA Tour þ.á.m tvívegis á Masters risamótinu  (2012 and 2014.) Árið 2015 náði Bubba hæst á heimslistanum eða í 2. sætið. Hann þykir hafa mjög óhefðbundna sveiflu.

Sam Adams 1973

Nr.  9 bandaríski kylfingurinn Sam Adams – Hann hefir aðeins 1 PGA Tour sigur í beltinu og hann kom á  Quad Cities Open 1973 sem síðar varð John Deere Classic. Hann er til þessa dags eini örvhenti kylfingurinn til þess að sigra í því móti. Hann sigraði einnig  á North Carolina Open 1975 og Tennessee PGA Championship árið 2000. Þó að ferill hans hafi aldrei náð neinum himinhæðum þá er hann einn af fáum örvhentum kylfingum til þess að sigra á PGA Tour.  Hann var rétthentur frá náttúrunnar hendi en spilaði örvhent „vegna þess að pabbi var örvhentur og við áttum bara eitt golfsett.

Phil Mickelson

 

Nr. 10 er bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson – Hann hefir m.a. sigrað 43 sinnum á PGA Tour og enginn listi yfir örvhenta kylfinga væri fullkominn án hans. En Phil er líkt og Adams rétthentur frá náttúrunnar hendi, en hefir alltaf spilað örvhent. Phil hefir verið meir en 700 vikur á top-10 á heimslistanum og hlaut inngöngu í Frægðarhöll kylfinga 2012.