Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2019 | 07:00

11 ára strákur Markús Marelsson varð í 1. sæti á sterku unglingamóti í Portúgal!!!

GKG-ingurinn, Markús Marelsson, er aldeilis að standa sig vel.

Hann er 11 ára metnaðarfullur kylfingur, meðlimur í GKG og klúbbmeistari U12.

Núna sl. helgi, 2.-3. mars 2019, var hann að spila á portúgölsku unglingamótaröðinni í Algarve (Campeonato Nacional de Jovens), þar sem hann keppti við efnilegustu kylfinga Portúgals.

Markús varð í 1. sæti í höggleik með forgjöf í flokki stráka undir 12 ára og í 2. sæti í höggleik!!!

Hann spilaði keppnishringina tvo á +9 og +4 á Dom Pedro Pinjal vellinum í Vilamoura, sem er par-72 og 5206 m langur,  á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (81 76).

Fyrir mótið var Markús með 12,5 í forgjöf en lækkaði forgjöfina niður í 9,1 með þessari frábæru spilamennsku!!!

Glæsilegur árangur hjá þessum unga og upprennandi kylfingi, sem við eigum vonandi eftir að sjá mikið af í framtíðinni!!!

Sjá má úrslitin í mótinu með því að SMELLA HÉR: