13 kvenstjörnur golfsins nr. 12: Se Ri Pak
Se Ri Pak (á kóreönsku: 박세리, einnig 朴世莉) fæddist 28. september 1977 í Daejeon í Kóreu. Hún fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga í nóvember 2007.
Se Ri gerðist atvinnumaður í golfi 1996, ári áður en hún fluttist til Bandaríkjanna tæp 20 ára að aldri. Árin 1996 og 1997 vann hún 6 mót á kóreönsku LPGA mótaröðinni. Se Ri hlaut fullan þátttökurétt á LPGA árið 1998, og vann strax 2 risamót fyrsta árið sitt: McDonalds LPGA Championship og US Women´s Open. Tvítug að aldi varð hún yngsti sigurvegari US Women´s Open. Se Ri vann 20 holu umspil fyrir sigrinum – en þetta mót – með 92 holum spiluðum – er lengsta mót í sögu atvinnukvenkylfinga. Fjórum dögum eftir sigur sinn á US Women´s Open fór Se Ri hring upp á 61 högg á 2. hring Jamie Farr Kroger Classic. Hún var valin Rolex nýliði ársins það keppnistímabil.
Allt frá árinu 1998, hefir Se Ri unnið meira en 21 mót á LPGA Tour, þ.á.m. 3 risamót til viðbótar. Í júní 2007, þá 29 ára var hún orðin gjaldgeng í frægðarhöl kylfinga og sló þar með út met Karrie Webb, sem var yngsti frægðarhallarkylfingurinn fram til þess. (Tom Morris Jr., sem dó 1875, 24 ára hafði verið kosinn inn í höllina 1975).
Se Ri Pak hefir einnig keppt við karlmenn á SBS Super Tournament árið 2003 á kóreanska túrnum (ens. Korean Tour). Kóreanski túrinn er undirmótaröð Asíutúrsins, og telst sigur þar ekki til stiga á heimslistanum. Se Ri varð í 10. sæti á mótinu og fyrsta konan til að ná niðurskurði á móti frá því Babe Zaharias tókst það 1945.
Á McDonald´s LPGA Championship, árið 2005 náði hún í fyrsta sinn ekki niðurskurði af 29 risamótum. Í viðtali sem vísað er til á vefsíðu PGA Tour, sagðist hún vera að leita að jafnvægi milli golfleiks síns og persónulegs lífs síns: „Ég hef alltaf verið svolítið óángð með allt, leikinn minn. Ég nýt hans eiginlega ekki og ég er ekki að gera neitt með hæfileika mína. Ég veit að það sem ég þarfnaðist var mun betra jafnvægi. Ég er alltaf að setja mig undir mikla pressu.“ Svo kom í ljós að hún var meidd á fingri. Árið 2006 var hún hins vegar í toppformi þegar hún sigraði McDonald´s LPGA Championship og náði í 3 sinn og krækti sér í 5. risamótstitil sinn.
Árið 2007 sigraði hún á Jamie Farr Owens Corning Classic í 5. sinn og varð 4. kylfingurinn í sögu LPGA til þess að sigra sama mótið 5 sinnum eða oftar (Anniku Sörenstam tókst að afreka það með 2 mót).
Mesta hrós sem skrifað hefir verið um Se Ri er e.t.v. að finna í grein eftir Eric Adelson, sem birtist í Golf World 2008, en hann kallaði Se Ri Pak „frumkvöðul… sem breytti andliti golfsins útávið jafnvel enn meir en Tiger Woods.“ Þegar Se Ri kom á LPGA mótaröðina, 1998 var hún eini kóreanski kylfingurinn. Tíu árum síðar, var hún ein af 45 (frá Kóreu) á túrnum og einar mestu tekjur LPGA komu í gegnum sölu á sjónvarpssendingarréttindinum frá LPGA í Suður-Kóreu.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024