Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2011 | 21:00

13 kvenstjörnur golfsins nr. 6: JoAnne Carner

JoAnne Gunderson Carner fæddist 4. apríl 1939 í Kirkland, Washington.  Hún er eina konan sem hefir sigrað á US Girls´Junior, US Women´s Amateur og US Women´s Open mótunum og hún var fyrsta konan til þess að sigra 3 mismunandi USGA mót. Tiger Woods er eini karlmaðurinn sem hefir unnið hliðstæðuna hjá körlunum. Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Carol Semple hafa einnig unnið 3 mismunandi USGA titla.  Árið 1981 hlaut Carner Bob Jones verðlaunin, sem eru æðstu verðlaun, sem bandaríska golfsambandið veitir þeim kylfingi sem auðsýnt hefir íþróttamannslega framkomu í golfi. Joanne Carner var fyrirliði liðs Bandaríkjanna á Solheim Cup 1994.

JoAnne Carner

Áhugamannsferill

The Great Gundy (eins og hún var þekkt áður en hún giftist  Don Carner) var áhugamaður í golfi þar til hún var 30 ára. Á árunum 1956 -1968 var hún afburðakvenkylfingur í áhugamennskunni í golfi í Bandaríkjunum. Hún sigraði alls 5 sinnum á s U.S. Women’s Amateur (1957, 1960, 1962, 1966, 1968), í 2. sæti yfir flesta sigra þar á eftir Glennu Collett Vare, sem sigraði 6 sinnum. Hún var tvisvar í 2. æti (1956, 1964). Árið 1966, þarfnaðist Carner  5 auka hola(41 holur í allt) til að sigra Marlene Stewart Streit  í lengstu úrslitum í sögu U.S. Women’s Amateur. She vann líka U.S. Girls’ Junior árið 1956.

Árið 1969  meðan hún var enn áhugamaður sigraði JoAnne mót á LPGA, the Burdine’s Invitational. Hún var síðasti áhugamaðurinn sem sigraði á LPGA.

Atvinnumannsferill

Stærstu sigrar Carner voru sigrar hennar á  U.S. Women’s Opens, 1971 og 1976. Árið 1971 var hún í forystu eftir hvern hring og sigraði auðveldlega, var 7 höggum á undan  Kathy Whitworth sem varð í 2. sæti. Árið 1976 þurfti JoAnne að spila 18 holu bráðabana áður en hún vann Söndru Palmer.

JoAnne er einnig með annað uppnefni Big Mama, en Big Mama var 2. kylfingurinn í sögu LPGA til þess að fara yfir $ 1 milljón í verðlaunafé.  Hún átti óvenjulangn feril og var enn að keppa 1990 og eitthvað.  Árið 2004 spilaði hún enn í 10 mótum og varð elsti kylfingur á LPGA til þess að komast í gegnum niðurskurð, 65 ára.

JoAnne sigraði á eftirfarandi mótum, sem áhugamaður í golfi:

▪ 1956 U.S. Girls’ Junior

▪ 1957 U.S. Women’s Amateur

▪ 1959 Women’s Western Amateur

▪ 1960 U.S. Women’s Amateur

▪ 1962 U.S. Women’s Amateur

▪ 1966 U.S. Women’s Amateur

▪ 1968 U.S. Women’s Amateur

 

JoAnne sigraði í eftirfarandi mótum sem atvinnukylfingur:

LPGA sigrar (43):

▪ 1969 (1) Burdine’s Invitational (sem áhugamaður)

▪ 1970 (1) Wendell-West Open

▪ 1971 (2) U.S. Women’s Open, Bluegrass Invitational

▪ 1974 (6) Bluegrass Invitational, Hoosier LPGA Classic, Desert Inn Classic, St. Paul Open, Dallas Civitan Open, Portland Ladies Classic

▪ 1975 (3) American Defender Classic, Girl Talk Classic, Peter Jackson Classic

▪ 1976 (4) Orange Blossom Classic, Lady Tara Classic, Hoosier Classic, U.S. Women’s Open

▪ 1977 (3) Talk Tournament ’77, Borden Classic, National Jewish Hospital Open

▪ 1978 (2) Peter Jackson Classic, Borden Classic

▪ 1979 (2) Honda Civic Classic, Women’s Kemper Open

▪ 1980 (5) Whirlpool Championship of Deer Creek, Bent Tree Ladies Classic, Sunstar Classic, Honda Civic Golf Classic, Lady Keystone Open

▪ 1981 (4) S&H Golf Classic, Lady Keystone Open, Columbia Savings LPGA Classic, Rail Charity Golf Classic

▪ 1982 (5) Elizabeth Arden Classic, McDonald’s Classic, Chevrolet World Championship of Women’s Golf, Henredon Classic, Rail Charity Golf Classic

▪ 1983 (2) Chevrolet World Championship of Women’s Golf, Portland Ping Championship

▪ 1984 (1) LPGA Corning Classic

▪ 1985 (2) Elizabeth Arden Classic, Safeco Classic

Aðrir sigrar (6)

▪ 1975 Wills Qantas Australian Ladies Open

▪ 1977 LPGA National Team Championship (with Judy Rankin)

▪ 1978 Colgate Triple Crown Match-Play Championship

▪ 1979 Colgate Triple Crown

▪ 1982 JCPenney Mixed Team Classic (with John Mahaffey)

▪ 1996 Sprint Titleholders Senior Challenge

Risamót (2)

▪ 1971 U.S. Women’s Open (70-73-72-73=288) vann Kathy Whitworth með 7 högga mun

▪ 1976  U.S. Women´s Open  +8 (71-71-77-73=292) sigraði Söndru Palmer í 18 holu umspili.

Heimild: Wikipedia