
13 kvenstjörnur golfsins nr. 6: JoAnne Carner
JoAnne Gunderson Carner fæddist 4. apríl 1939 í Kirkland, Washington. Hún er eina konan sem hefir sigrað á US Girls´Junior, US Women´s Amateur og US Women´s Open mótunum og hún var fyrsta konan til þess að sigra 3 mismunandi USGA mót. Tiger Woods er eini karlmaðurinn sem hefir unnið hliðstæðuna hjá körlunum. Arnold Palmer, Jack Nicklaus og Carol Semple hafa einnig unnið 3 mismunandi USGA titla. Árið 1981 hlaut Carner Bob Jones verðlaunin, sem eru æðstu verðlaun, sem bandaríska golfsambandið veitir þeim kylfingi sem auðsýnt hefir íþróttamannslega framkomu í golfi. Joanne Carner var fyrirliði liðs Bandaríkjanna á Solheim Cup 1994.
Áhugamannsferill
The Great Gundy (eins og hún var þekkt áður en hún giftist Don Carner) var áhugamaður í golfi þar til hún var 30 ára. Á árunum 1956 -1968 var hún afburðakvenkylfingur í áhugamennskunni í golfi í Bandaríkjunum. Hún sigraði alls 5 sinnum á s U.S. Women’s Amateur (1957, 1960, 1962, 1966, 1968), í 2. sæti yfir flesta sigra þar á eftir Glennu Collett Vare, sem sigraði 6 sinnum. Hún var tvisvar í 2. æti (1956, 1964). Árið 1966, þarfnaðist Carner 5 auka hola(41 holur í allt) til að sigra Marlene Stewart Streit í lengstu úrslitum í sögu U.S. Women’s Amateur. She vann líka U.S. Girls’ Junior árið 1956.
Árið 1969 meðan hún var enn áhugamaður sigraði JoAnne mót á LPGA, the Burdine’s Invitational. Hún var síðasti áhugamaðurinn sem sigraði á LPGA.
Atvinnumannsferill
Stærstu sigrar Carner voru sigrar hennar á U.S. Women’s Opens, 1971 og 1976. Árið 1971 var hún í forystu eftir hvern hring og sigraði auðveldlega, var 7 höggum á undan Kathy Whitworth sem varð í 2. sæti. Árið 1976 þurfti JoAnne að spila 18 holu bráðabana áður en hún vann Söndru Palmer.
JoAnne er einnig með annað uppnefni Big Mama, en Big Mama var 2. kylfingurinn í sögu LPGA til þess að fara yfir $ 1 milljón í verðlaunafé. Hún átti óvenjulangn feril og var enn að keppa 1990 og eitthvað. Árið 2004 spilaði hún enn í 10 mótum og varð elsti kylfingur á LPGA til þess að komast í gegnum niðurskurð, 65 ára.
JoAnne sigraði á eftirfarandi mótum, sem áhugamaður í golfi:
1956 U.S. Girls’ Junior
1957 U.S. Women’s Amateur
1959 Women’s Western Amateur
1960 U.S. Women’s Amateur
1962 U.S. Women’s Amateur
1966 U.S. Women’s Amateur
1968 U.S. Women’s Amateur
JoAnne sigraði í eftirfarandi mótum sem atvinnukylfingur:
LPGA sigrar (43):
1969 (1) Burdine’s Invitational (sem áhugamaður)
1971 (2) U.S. Women’s Open, Bluegrass Invitational
1974 (6) Bluegrass Invitational, Hoosier LPGA Classic, Desert Inn Classic, St. Paul Open, Dallas Civitan Open, Portland Ladies Classic
1975 (3) American Defender Classic, Girl Talk Classic, Peter Jackson Classic
1976 (4) Orange Blossom Classic, Lady Tara Classic, Hoosier Classic, U.S. Women’s Open
1977 (3) Talk Tournament ’77, Borden Classic, National Jewish Hospital Open
1978 (2) Peter Jackson Classic, Borden Classic
1979 (2) Honda Civic Classic, Women’s Kemper Open
1980 (5) Whirlpool Championship of Deer Creek, Bent Tree Ladies Classic, Sunstar Classic, Honda Civic Golf Classic, Lady Keystone Open
1981 (4) S&H Golf Classic, Lady Keystone Open, Columbia Savings LPGA Classic, Rail Charity Golf Classic
1982 (5) Elizabeth Arden Classic, McDonald’s Classic, Chevrolet World Championship of Women’s Golf, Henredon Classic, Rail Charity Golf Classic
1983 (2) Chevrolet World Championship of Women’s Golf, Portland Ping Championship
1985 (2) Elizabeth Arden Classic, Safeco Classic
Aðrir sigrar (6)
1975 Wills Qantas Australian Ladies Open
1977 LPGA National Team Championship (with Judy Rankin)
1978 Colgate Triple Crown Match-Play Championship
1979 Colgate Triple Crown
1982 JCPenney Mixed Team Classic (with John Mahaffey)
1996 Sprint Titleholders Senior Challenge
Risamót (2)
1971 U.S. Women’s Open (70-73-72-73=288) vann Kathy Whitworth með 7 högga mun
1976 U.S. Women´s Open +8 (71-71-77-73=292) sigraði Söndru Palmer í 18 holu umspili.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024