13 kvenstjörnur golfsins nr. 9: Pat Bradley
Í dag ef spurt yrði hver Pat Bradley væri, þá myndu eflaust flestir svara: „Hún er frænka Keegan Bradley, nýliðans sem vann PGA Championship risamótið í ár (2011).”
En hver er annars Pat Bradley?
Pat fæddist í Westford, Massachusetts 24. mars 1951 og átti því 60 ára stórafmæli á árinu. Hún hefir sigrað á 31 móti á LPGA, þar af 6 risamótum. Hún sigraði á New Hampshire Amateur árin 1967 og 1969 og New England Amateur árin 1972-73. Sem hluti af golfliði Florida International University var hún útnefnd All-American árið 1970. Sem áhugamaður varð hún jöfn annarri í 12. sæti á móti á LPGA árið 1973 þ.e. á Burdine’s Invitational.
Bradley komst á LPGA túrinn 1974 og vann í fyrsta sinn á Girl Talk Classic árið 1976 (og varð líka 6 sinnum í 2. sæti það ár). Hún sló fyrst rækilega í gegn árið 1978 þegar hún vann 3 sinnum. Hápunktur blómaskeiðs hennar voru árin um miðbik 9. áratugarins (1980 og eitthvað), þegar hún sigraði 3 sinnum. Hún átti flesta sigra á LPGA á árunum 1983 (4) og 1986 (5). Sigur á fyrsta risamóti Pat kom árið 1980 en þá vann hún Peter Jackson Classic, síðan bætti hún við sigri á U.S. Women’s Open 1981 og á du Maurier Classic 1985.
Árið 1986 vann Pat 3 af 4 risamótum LPGA á einu og sama árinu – du Maurier Classic, Nabisco Dinah Shore, og LPGA Championship. Hún varð í 5. sæti á U.S. Women’s Open. Hún var efst á peningalistanum og vann Vare Trophy það árið líka. Árið 1988 var Pat Bradley greind með Graves Disease. Hún spilaði á 17 mótum en náði aðeins niðurskurði í 8. Hún kom sér aftur í form 1989 og sigraði 1 sinni það ár. Þrír frekari sigrar fylgdu árið 1990.
Árið 1991, vann Pat 4 sinnum og náði í annað skipti efsta sætinu á peningalistanum og fyrir lægsta skor og eins var hún útnefnd LPGA kylfingur ársins, í 2. sinn. Jafnframt fékk hún inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Í könnun þar sem úrtakið voru leikmenn LPGA og birt var 22. júlí 1992 í New York Times var Pat talin vera sú sem púttaði best af löngu færi, hún var besti leikskipuleggjandinn og besti kylfingurinn á (LPGA) túrnum. Síðustu sigrar Pat komu 1995.
Íþróttasálfræðingurinn Bob Rotella skrifaði í bók sinni „Golf Is a Game of Confidence” að Pat Bradley væri sá kylfingur sem byggi yfir mestu andlegu hörkunni. Hún vann 31 mót á LPGA. Hún er í 3. sæti á eftir Mickie Wright og Louise Suggs til þess að hafa lokið við LPGA „Career Grand Slam“.
Pat Bradley spilaði í 3 Solheim Cup liðum (1990, 1992, 1996) og var fyrirliði árið 2000. Pat sigraði á LPGA 31 sinnum:
▪ 1976 (1) Girl Talk Classic
▪ 1977 (1) Bankers Trust Classic
▪ 1978 (3) Lady Keystone Open, Hoosier Classic, Rail Charity Classic
▪ 1980 (2) Greater Baltimore Golf Classic, Peter Jackson Classic
▪ 1981 (2) Women’s Kemper Open, U.S. Women’s Open
▪ 1983 (4) Mazda Classic of Deer Creek, Chrysler-Plymouth Charity Classic, Columbia Savings Classic, Mazda Japan Classic
▪ 1985 (3) Rochester International, du Maurier Classic, LPGA National Pro-Am,
▪ 1986 (5) Nabisco Dinah Shore, S&H Golf Classic, LPGA Championship, du Maurier Classic, Nestle World Championship
▪ 1987 (1) Standard Register Turquoise Classic
▪ 1989 (1) AI Star/Centinela Hospital Classic
▪ 1990 (3) Oldsmobile LPGA Classic, Standard Register Turquoise Classic, LPGA Corning Classic
▪ 1991 (4) Centel Classic, Rail Charity Golf Classic, Safeco Classic, MBS LPGA Classic
▪ 1995 (1) HealthSouth Inaugural
Aðrir sigrar Pat Bradley:
▪ 1975 Colgate Far East Ladies Tournament
▪ 1978 JCPenney Mixed Team Classic (með Lon Hinkle)
▪ 1989 JCPenney Classic (með Bill Glasson)
▪ 1992 JCPenney/LPGA Skins Game
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024