Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2019 | 12:00

584 kylfingar keppa í 7 mótum 1. maí 2019!

Það er kominn 1. maí og árið flýgur í burtu á eldingshraða – bara 8 mánuðir til jóla! …. og síðustu jól nýbúin, að því er virðist.

1. maí brosir við landsmönnum hér fyrir sunnan með sólskini og 10-12° hita og við þannig aðstæður munu langflestir hér sunnanlands spila í dag.

Það eru a.m.k. 584  kylfingar, þar af 96 kvenkylfingar (16,5%), sem munu munda kylfuna í eftirfarandi 7 mótum í dag:

01.05.19 GS 1. maí mót GS Punktakeppni 1 Almennt
01.05.19 GHR 1. MAÍ-MÓT GHR OG SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Höggleikur með og án forgjafar 1 Almennt
01.05.19 GR Opnunarmót Korpu 2019 Punktakeppni 1 Innanfélagsmót
01.05.19 GÞ Black sand open Almennt 1 Almennt
01.05.19 GK Hreinsunardagurinn Almennt 1 Almennt
01.05.19 GÍ Opnunarmót GÍ 1. Maí 2019 Punktakeppni 1 Almennt
01.05.19 GOS Unglingamót GOS 9 holur Punktakeppni 1 Unglingamót

Sundurliðun:

GS 66 þar af 7 kvenkylfingar – GHR 98 þar af 9 kvenkylfingar – GR 173 þar af 31 kvenkylfingur – GÞ 112 þar af 10 kvenkylfingar – GK 115 þar af 35 kvenkylfingar – GÍ  11 þar af 1 kvenkylfingur – GOS 9 þar af 3 kvenkylfingar

Þetta er fjölgun um 4 mót frá því í fyrra og er það vel!!!

Í fyrra, 2018 voru skráðir 196 í 3 mót og því er fjölgun þátttakenda um 388!!!

Árið 2017 voru 377 skráðir í mót og er því fjölgun um 207 þátttakendur í ár miðað við árið 2017.

Árið 2016 voru 276 skráðir í mót og því er fjölgun um 308!!!

Reyndar var veður slæmt öll árin 1. maí 2016, 2017 og 2018. Árið 2016 var veður reyndar ekkert mjög slæmt en aðeins 2 mót á dagskrá; hjá GM og GHR. Árið 2017 var svo slæmt veður að einungis 68 kylfingar luku keppni þá. Í fyrra, 2018 munaði líka um að hið hefðbundna, frábæra 1. maí mót hjá GHR var frestað.

Árið 2016 voru 23 kvenkylfingar skráðir í mót; 2017 var 51 kvenkylfingur skráður í 1. maí mót og 2018 31 kvenkylfingur.  Í ár er því fjölgun um 73 kylfinga frá árinu 2016; 45 kvenkylfinga frá árinu 2017 og 65 kvenkylfinga frá árinu 2018 og er vel!!!

Að ofangreindu sést að þátttakan í 1. maí mótum í ár er langtum betri en á undanförnum 3 árum og vonandi er þetta ávísun á geggjað golfsumar 2019!!!

Hvar sem þið eruð; í kröfugöngu eða í golfi – eigið góðan 1. maí!!!

Mynd í aðalmyndaglugga: Hekla séð frá Strandarvelli, velli GHR þar sem eitt hinna sjö 1. maí móta 2019 fer fram. Mynd: Golf 1