Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2013 | 10:10

3 keppa í Ladies British Open Am

The Ladies’ British Open Amateur Championship hófst í morgun en þetta er 111 sinn sem það fer fram. Mótið er haldið í Suður Wales og er leikið á Machynys Peninsula vellinum sem er strandvöllur (links) hannaður af Jack Nicklaus.  Þáttökurétt hafa kvenkyns áhugakylfingar sem eru í viðurkendum golfklúbbum og hafa ekki hærri forgjöf en 2,4, hámarkafjöldi keppanda takmarkaður við 144 kylfinga.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK,  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og  Sunna Víðisdóttir, GR keppa á mótinu en Brynjar Eldon Geirsson er liðsstjóri.  Eins og áður sagði þá hófst mótið í dag með 36 holu höggleik, leiknar verða 18 holur í dag og á morgun. Eftir morgundaginn kemur svo í ljós hverjar fara áfram í holukeppnina en 64 kylfingar komast áfram að lokmum 36 holu höggleik.

Sjá má skor keppenda með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má upplýsingar um völlinn með því að SMELLA HÉR: