Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (6. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Hér í kvöld verður framhaldið ágripi af sögu Golfklúbbs Hellu í samantekt Ólafs Stolzenwald í tilefni af því að klúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu á árinu:
Þeir GHR félagar sem hafa farið holu í höggi
Til gamans er vert að hafa það með í sögunni og nefna þá félaga sem hafa farið holu í höggi.
Arngrímur Benjamínsson 13. hola, Arnar Sigmarsson 8. Hola (gamla vellinum), Björgvin Guðmundsson, 11 hola, Einar Long, (erlendis), Garðar Jóhannsson 8,13. holu (á Oddi), Guðmundur Magnússon 9. Hola (gamla vellinum), Hermann Magnússon 8. hola (gamla vellinum), Jóhann Sigurðsson 2. hola, Kjartan Aðalbjörnsson 8. hola, Ólafur Stolzenwald 9. Hola (gamla vellinum) Óskar Pálsson 9. Hola (gamla vellinum) og 13 holu, Pálmi Reyr Ísólfsson 8. hola, Rúdólf Stolzenwald 9. hola (gamla vellinum), Svavar G. Ingvason 4. Hola, Þórir Bragason 10. hola (Hvaleyri), þorsteinn Ragnarsson 8. Hola
Heiðursfélagar GHR
20. júlí 1988 Hermann Magnússon, Fáni og barmmerki – 20. júlí 1988 – Haukur Baldvinsson, Fáni og barmmerki – 26. jan. 1991 – Guðmundur Jónsson, Fáni og gullmerki GHR – 20. nóv. 2003 – Brynjólfur Jónsson, Silfurskjöldur – 25. nóv. 2007 – Svavar Friðleifsson, Silfurskjöldur
Gullmerki GHR
Hermann Magnússon,1988 – Haukur Balvinsson,1988 – Guðmundur Jónsson,1991 – Svavar Frifleifsson, 1998 – Guðmundur Magnússon, 2000
Silfurmerki GHR
Gunnar Marmundsson,1991 – Aðalbjörn Kjartansson,1993 – Torfi Jónsson, 1993 – Gunnar Bragason, 1993 – Örn Hauksson,1993 – Emil Gíslason, 1994 – Þóroddur Skúlason, 1998 – Þorsteinn Ragnarsson, – 2000 – Þórir Bragason, 2000
Bronsmerki GHR
Brynjólfur Jónsson, 2000
Náttúrufegurð og eldfjöllin
Fjallahringurinn umvefur vallarstæðið og helst má þar nefna Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul. Einnig sést til Vestmannaeyja. Eldfjöllin í kringum okkur hafa verið nokkuð hljóðlát en Eyjafjallajökull hafði áhrif á klúbbastarfið vorið 2010 og talsverð aska kom á völlinn sem hafði einhver áhrif á spil kylfinga, sem dæmi voru grímur til sölu í golfskála þegar verst lét. Talsverð áhrif hafði askan á sláttuvélar og tæki. Askan fíngerða gerði það að verkum að bit fór úr hnífum sláttuvéla og kallaði á aukið viðhald en hafði þó góð áhrif sem áburður og sáust merki þess á vellinum. Kylfingar muna líka enn eftir gosi sem hófst í Heklu í ágúst 1980, þann dag var mót á vellinum.
Karakter Strandarvallar
Það eru mikil LINKS áhrif í vellinum þó svo að hann liggi ekki að sjó eins hinir eiginlegu Linksvellir gera. Melhólar móta völlinn austan síkis og gefa vellinum þetta strandvallayfirbragð. Slegið er yfir Strandarsíkið á þremur holum og völlurinn er umvafinn trjám og lággróðri og eru brautir og flatir ávallt harðar, með mikið rennsli. Ekki eru margir bönkerar á Strandarvelli en hólar austan síkis hremma bolta kylfinga.
Hér má nefna Flugbrautina sem er þriðja hola vallarins. Fékk hún nafnið þegar kylfingur í Reykjavík flaug reglulega með golfsettið sitt og lenti á henni og hóf leik. Holan á eftir henni er svokallað frímerkið og ber nafnið því flötin hefur ávallt verið slegin í ferning. Frá gamla vellinum er vert að nefna Harðhausinn svokallaða en það er stærsti hóllinn á vellinum, var sjöunda braut í þá daga, slegið blint yfir harðhausinn. Einnig fjárhúsbrautina en hún lá nálægt fjárhúsum bóndans á Strönd.
Félagar eru nú um 130 talsins og staða klúbbsins góð, ákveðið rekstaröryggi varð þegar rekstrarfélagið var stofnað. Frá árinu 2000 til dagsins í dag hefur Óskar Pálsson gegnt formannsstöðunni.
Lokaorð
Það var skemmtilegt og fræðandi að taka söguna saman og sjá í leiðinni hvað mikið þrekvirki það er búið að vera fyrir lítinn landsbyggðaklúbb að halda starfinu úti. Aðstaða okkar er góð í dag og nægur þróttur í enn meiri uppbyggingu Strandarvallar og aðstöðu fyrir kylfinga GHR og gesti okkar. Það gekk ekki alveg þrautalaust að draga þetta saman og skáldaleyfi notað í sumum tilfellum. Á síðustu mánuðum hefur verið haft samband við hátt í 20 manns sem tengjast sögunni, okkur eða ættingjum brautryðjenda. Greinarhöfundur hefur reynt að nefna til leiks marga GHR félaga og eflaust verða einhverjir óvart ekki nefndir sem komið hafa að starfinu. Reyndi ég samt að draga fram nöfn sem flestra er komu allra fyrst að golfinu í sýslunni eða okkar frumkvöðla.
Vert er að minnast félaga sem eru fallnir frá og lögðu hönd á plóginn. Þar má nefna Ásgeir Ólafsson Helmut Stolzenwald, Rúdólf Stolzenwald, Hermann Magnússon, Hauk Baldvinsson, Emil Gíslason, Guðmund Jónsson, Brynjólf Jónsson, Svavar Friðleifsson og Bjarnhéðinn Guðjónsson meðal annara.
Ólafur Stolzenwald tók saman
Heimildir og gögn: Aðalbjörn Kjartansson, Einar Kristinsson, Gunnar Hubner, Svavar Hauksson, Jón Ögmundsson, Sigursteinn Steindórsson, Bogi Thoroddsen, Gunnar Bragason, Bjarni Jóhannsson, Goðasteinn og fleiri.
———————————————————–ö—————————————————————————————————-
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024