GN & GSF: GN sigraði í Sveitakeppni Austurlands – Yfirlýsing og upplýsingar frá GSF vegna Sveitakeppni Austurlands
Síðastliðna helgi fór fram Sveitakeppni Austurlands. Sigurvegarar varð sveit Golfklúbbs Norðfjarðar (GN) á Neskaupsstað og óskar Golf 1 sveitinni innilega til hamingju með sigurinn! Á klúbbasíðu GN er eftirfarandi frétt um mótið:
„Sveitakeppni Austurlands fór fram á Ekkjufellsvelli GFH helgina 30/6. og 1/7. 2012 við góðar aðstæður. Veðrið var ágætt fyrri daginn en þó nokkur vindur en síðari dagurinn var með betri dögum til golfiðkunar sól og logn að mestu og vel heitt.
Fimm sveitir mættu til leiks, eða sveitir heimamanna í GFH, GHH, GBE, GKF og GN. Seyðfirðingar voru fjarri góðu gamni, en þeir boðuðu forföll á síðustu stundu af óljósum ástæðum (voru eitthvað óánægðir með niðurröðun í riðla).
Það var sveit GN sem sigraði í mótinu og vann alla sína leiki af öryggi og í öðru sæti hafnaði sveit GFH.
Sveit GN skipuðu þeir Elvar Árni Sigurðsson, sveitarstjóri, Guðgeir Jónsson, Arnar Freyr Jónsson, Brynjar Rúnarssson, Hjörvar O. Jensson og Jón Grétar Guðgeirsson. Þeir Elvar Árni, Guðgeir, Arnar Freyr og Brynjar léku alla leikina, Hjörvar lék þrjá og Jón Grétar einn.
GFH-menn höfðu umsjón með og stjórn á mótinu og fórst það vel úr hendi og hafi þeir þökk fyrir skemmtilegt mót og fína helgi.“
Páll Þór Guðjónsson, formaður GSF, svarar sneið að GSF ofangreindri frétt í ágætri grein sem hér birtist ásamt tölvupóstssamskiptum:
„Að gefnu tilefni sbr. grein dagsett 4. júlí 2012 sem H.O.J. skrifar á klúbbasíðu Golfklúbbs Norðfjarðar um Sveitakeppni Austulands þar sem m.a. er staðhæft að Golfklúbbur Seyðisfjarðar hafi hætt við að taka þátt í Sveitakeppni Austurlands „af óljósum ástæðum (voru eitthvað óánægðir með niðurröðun í riðla)“ teljum við rétt að upplýsa eftirfarandi samskipti við mótsstjóra sveitakeppninar fyrir mótið. Það er alltaf slæmt þegar Gróa á Leiti fær fóður til að vinna úr. Því er sjálfsagt og eðlilegt að upplýsa ástæður þess að við drógum okkur úr keppni að þessu sinni eins og sjá má á samskiptum og athugasemdum okkar við mótsstjóra eins og þau nákvæmlega voru og höfum við fengið góðfúslegt leyfi mótsstjóra til að birta.
Við viljum nota tækifærið og óska Golfklúbbi Norðfjarðar til hamingju með glæsilegan sigur í Sveitakeppni Austurlands í leið og við þökkum öllum klúbbunum sem þátt tóku í mótinu á Egilsstöðum góð og farsæl samskipti í gegnum árin.“
F.h. GSF
Páll Þór Guðjónsson,
formaður.
From: Gunnlaugur Bogason [mailto:gulli@brimberg.is] Sent: 29. júní 2012 14:02To: Bjarni Gunnarsson Subject: Sveitakeppni Austurlands – tilkynning frá GSF
Sæll Bjarni.
Sendi hér með niðurstöðu fundar sem ég hélt með fulltrúum í sveit GSF sem valinn hafði verið til að taka þátt í Sveitakeppni Austurlands á Egilsstöðum nú um helgina. Í lok samtalsins við Stefán í gækvöldi þar sem hann sagði mér að ákvörðun hans væri endanleg um að svona yrði þetta þá tilkynnti ég honum að ég myndi leggja það til sem liðsstjóri að GSF drægi sig út úr keppninni og við það stend ég að sjálfsögðu og fer niðurstaða fundar okkar í hádeginu hér á eftir.
Viltu vinsamlega staðfesta við mig móttöku póstins.
Bestu kveðjur,
Gulli B.
Bjarni Gunnarsson,
Mótstjóri GFH og Sveitakeppni Austurlands.
Eins og þér mun kunnugt þá óskaði undirritaður liðsstjóri sveitar Golfklúbbs Seyðisfjarðar eftir því í gær að staðið yrði við þá niðurstöðu GFH inn á golf.is, og einnig fylgt þeirri hefð sem skapast hefur á hvern hátt drætti í riðla er hagað, en í upplýsingum um mótið inni á golf.is segir í upplýsingum hjá GFH: „ Liðsstjórafundur verður haldinn kl. 19:30, föstudaginn 29.6. Þar verður dregið í riðla, farið yfir dagskrá mótsins ofl.“ Fyrir tilviljun seinnipartinn í gær fréttum við af af því að vegna beiðni eins klúbbanna væri þegar lokið við að draga í riðla sem er í algjörri mótsögn við þær upplýsingar sem skriflega lágu fyrir sbr. fyrrgreint.
Í framhaldi þessara mistaka óskaði undirritaður liðsstjóri GSF eftir því að staðið yrði við þá tímasetningu og aðferð sem ákveðin og staðfest var þ.e. að dregið yrði föstudagskvöldið, 29.06. á liðstjórafundinum og jafnframt bauð ég upp á að dregið yrði aftur með þeim liðsstjórum sem þess óskuðu og samþykkti hann fyrir sitt leiti að dregið yrði á föstudagskvöldið eins og vera bar. Stefán Sigurðsson formaður GFH tók sem sagt vel í málið þegar ég hafði samband við hann en síðan var þessari beiðni minni alfarið hafnað í gærkvöldi af Stefáni. Formaður GFH tjáði mér þá að dráttur sá sem þegar hafði farið fram stæði. Og væri endanlegur með hliðsjón af því að liðstjórar annara liða en GSF hafi samþykkt gjörninginn eftir að haft var samband við þá og því væri ósk GSF um að rétt yrði staðið að málum, hafnað! Í framhaldi þess sagði ég Stefáni að ég myndi leggja það til við mína menn að sveit GSF myndi draga sig út úr keppni og sá hann ekkert athugavert við það. Við tökum það fram að við höfum enga ástæðu til að efast um heiðarleika þeirra tveggja sem sáu um framkvæmdina, né beinist niðurstaða okkar gegn þeim sveitum sem við hefðum átt að mæta enda skiptir engu máli hvar á leiðinni menn etja kappi ef takmarkið er á annað borða að stefna til sigurs.
Málið er kannski ekki stórt í hugum sumra en við getum hinsvegar ekki annað samvisku okkar vegna en staðið fast á því að við teljum að ósk okkar hafi verið sanngjörn og eðlileg og í fullkomnum anda golfíþróttarinnar þ.e. að farið sé eftir settum reglum og því óskiljanlegt í okkar huga viðbrögðin við beiðni okkar sé á þann veg sem raun ber vitni.
Heiðarleiki og stolt eru góðir fylgdarsveinar og í ljósi þeirrar staðreyndar og þess að beiðni okkar var algjörlega hafnað án umræðu þá höfum við ákveðið að segja sveit okkar frá keppni nú í ár!
Óskum þeim sveitum sem etja munu kappi á Ekkjufelli um helgina góðs gengis,
f.h. Golfklúbbs Seyðisfjarðar,
Gunnlaugur Bogason,
liðsstjóri sveitar GSF.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024