Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU urðu í 9. sæti í Puerto Rico

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tóku þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fór á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico.

Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Mótið stóð dagana 23.-25. febrúar 2014 og var lokahringurinn spilaður í gær.

Guðmundur Ágúst  lék samtals  á 6 yfir pari, 222 höggum (74 73 75) og varð  í 52. sæti, sem hann deildi með 4 öðrum.

Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu í golfliði ETSU, sem varð í 9. sætinu í liðakeppninni, sem það deildi með 3 öðrum liðum.

Næsta mót Guðmundar Ágústs er General Hackler Invitational í Flórída, 10. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Puerto Rico Classic SMELLIÐ HÉR: