Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna varð í 17. sæti af 192 keppendum í sterku háskólamóti!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir og golflið Elon og klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG, tóku báðar þátt í Kiawah Island Intercollegiate: Kiawah Island Classic, en mótið fór fram í  Oak Point Golf Club & Cougar Point  á Kiawah Island, í Suður Karólínu.

Mótið stóð dagana 2. – 4. mars 2014  og lauk því í gær. Þátttakendur voru 192 frá 36 háskólum.

Sunna lék á samtals 10 yfir pari, 226  höggum  (75 76 75 ) og var á besta skori Elon, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Sunna hins vegar varð í 17. sæti í einstaklingskeppninni, sem er gríðargóður árangur í ljósi þess hversu stórt og sterkt mótið var.

Berglind lék á 19 yfir pari, 241 höggi (74 84) 83 og var á næstbesta skori UNCG, sem varð í 23. sæti í liðakeppninni. Berglind hins vegar deildi 103. sætinu í einstaklingskeppninni.

Sunna og Elon keppa og Berglind og UNCG mæstast næst aftur  í Eagle Landing mótinu í Jacksonville , Flórída 14. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kiawah Island Classic SMELLIÐ HÉR: