Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 20:45

GR: Böðvar Bragi Pálsson með flesta punkta á 80 ára afmælismótinu – Glæsilega 47!

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár.

Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 19 í hnokkaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum.

Keppnisform var punktakeppni.

Sigurvegarinn varð Böðvar Bragi Pálsson, GR, en hann fékk flesta punkta í mótinu, 47 glæsipunkta á Korpunni.

Böðvar Bragi var þar skömmu áður búinn að standa sig framúrskarandi vel á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki, þar sem hann varð í 2. sæti í flokki 11-13 ára, um Verslunarmannahelgina.

Böðvar Bragi hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun.

Úrslitin í hnokkaflokki 12 ára og yngri á afmælismótinu voru eftirfarandi:

1 Böðvar Bragi Pálsson GR 5 F 23 24 47 47 47
2 Sveinn Andri Sigurpálsson GKJ 16 F 21 25 46 46 46
3 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 9 F 17 28 45 45 45
4 Jóhannes Sturluson GKG 19 F 21 24 45 45 45
5 Sigurður Arnar Garðarsson GKG -1 F 19 24 43 43 43
6 Auðunn Fannar Hafþórsson GS 22 F 20 22 42 42 42
7 Breki Gunnarsson Arndal GKG 20 F 19 21 40 40 40
8 Pétur Sigurdór Pálsson GHG 14 F 21 19 40 40 40
9 Sindri Snær Kristófersson GKG 23 F 18 19 37 37 37
10 Dagbjartur Sigurbrandsson GR 3 F 13 22 35 35 35
11 Egill Orri Valgeirsson GR 14 F 17 17 34 34 34
12 Ísak Örn Elvarsson GL 14 F 19 15 34 34 34
13 Eyþór Ernir Magnússon GKG 22 F 21 10 31 31 31
14 Róbert Leó Arnórsson GKG 22 F 12 17 29 29 29
15 Oliver Emil Kjaran Kjartansson GKG 22 F 13 16 29 29 29
16 Bjarni Þór Lúðvíksson GR 22 F 11 16 27 27 27
17 Magnús Yngvi Sigsteinsson GKG 8 F 9 10 19 19 19
18 Logi Traustason GR 22 F 9 8 17 17 17
19 Fannar Grétarsson GR 22 F 10 2 12 12 12