Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 11:00

Ángel Cabrera leiðir eftir 1. hring á VISA Opna argentínska styrktu af Peugeot

Í gær hófst á El Pilar Golf  í Buenos Aires í 106. sinn VISA Open de Argentina, en þetta er næstsíðasta móta á TLA (Tour de Las Americas). Mótið er skipulagt af Asociación Argentina de Golf (þ.e. golfsambandi Argentínu) og IMG í Argentínu. Verðlaunafé er US $ 115,000 dollarar.

Það er heimamaðurinn, hinn tvöfaldi sigurvegari risamóta Ángel Cabrera sem leiðir eftir frábæran opnunarhring upp á -4 undir pari, þ.e. 67 högg.

„Sannleikur er sá að þetta var ekki þægileg byrjun en frá  holu 15, sem var 6. holan mín, átti ég nokkur góð högg og sjálfstraustið jókst,“ sagði þessi 42 ára kylfingur sem kallaður er „El Pato“ (ísl.: öndin) í heimalandinu, Argentínu. „Að ná þessu skori á Opna argentínska er alltaf erfitt sérstaklega í þessum aðstæðum, þegar það er vindasamt og flatirnar eru þurrar,“ sagði Cabrera m.a.

Aðrir þátttakendur í mótinu er m.a. Roberto Díaz frá Mexíkó, heimamennirnir Sebastián Saavedra, Luciano Giometti, Paulo Pinto, Daniel Altamirano, Ricardo González og David Ferreyra.; Santiago Russi frá Chile og Kólombíubúinn Santiago Rivas.

Sjá má myndskeið af bænum Pilar í Argentínu, þar sem golfvellinum bregður fyrir með því að smella HÉR: 

 

Ángel Cabrera 

Heimild: Byggt á grein eftir Gregory Villalobos, ritstjóra TLA.

gvillalobos@tourdelasamericas.com
Twitter: @gregcrc