Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 11:00

Wozniacki: Tveir geta leikið sama leik

Rory McIlroy komst í fyrirsagnirnar þegar hann sagði að sambandsslitin við Caroline Wozniacki hafi hjálpað sér til að ná aukinni einbeitingu og það að hann hafi getað skuldbundið sig algerlega golfleik sínum hafi leitt til að hann hafi sigrað í tveimur risamótum á þessu ári.

Þó það hljómi hörkulega þá voru orð McIlroy meira meint í þá veru að „hann hefði ekkert annað (við tíma sinn) að gera“  fremur en „Guði sé lof að ég sé laus úr sambandinu“.

En tveir geta leikið sama leik.

Þegar Rory og Caroline Wozniacki byrjuðu að deita fyrir 3 árum, 2011 var Wozniacki nr.  1 í kvennatennisnum.

Sambandið þeirra sem gekk undir nöfnunum „Wozzilroy“,  „Rorniacki“ eð „Roryline“ eð „McIlniacki“ – hvað sem þið kjósið –  hófst eiginlega nákvæmlega 2. júlí 2011 þegar þau tvö kynntust á boxleik í Þýskalandi milli David Haye og Wladimir Klitschko.

Þá var Caroline í 1. sæti í kvennatennisnum en Rory í 4. sæti á Heimslistanum í golfi.

Þann 17. júlí 2011 varð Rory í 25. sæti á Opna breska, sem var fyrsta risamótið frá því hann byrjaði með Caroline.  Þann 25. ágúst 2011 fáum við að sjá fyrsta tvítið þar sem Rory minnist á Caroline en þar segir hann: „Er með handlegginn á mér í meðferð í kvennabúningsherginu  (á tennismótinu) í New Haven.  Ekki slæmur staður að vera á! (Og mynd af honum or Caroline fylgdi með).

Línuritið hér að neðan endurspeglar nokkurn veginn stigagjöf þá sem Caroline hafði á heimslista tenniskvenna þegar hún kynntist Rory (efsti punkturinn) og sjá má að  allur ferillinn er á niðurleið eftir árið 2011 og er nú aðeins á leið upp aftur ….. eftir sambandsslitin við Rory….. þó Caroline hafi aldrei borið það fyrir sig að hann hafi áhrif á hvernig hún spilar: