Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 17:30

Evróputúrinn: Marc Warren sigraði í Made in Denmark – Hápunktar 4. dags

Það var Skotinn Marc Warren sem stóð uppi sem sigurvegari á Made in Denmark mótinu í Álaborg, Danmörku.

Warren lék á samtals 9 undir pari, 275 höggum (71 70 66 68) og átti 2 högg í lokinn á Wales-verjann Bradley Dredge, sem búinn var að leiða allt mótið, en varð að sætta sig við 2. sætið.

Í 3. sæti varð Englendingurinn Phillip Archer á samtals 4 undir pari, 280 höggum og fjórða sætinu deildu 3 kylfingar: Englendingarnir Oliver Fisher og Eddie Pepperell og heimamaðurinn Thomas Björn, allir á samtals 3 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: