Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2014 | 12:00

Dustin Johnson var ekki vikið af PGA Tour

Tim Finchem var spurður að því á nýlegum blaðamannafundi haldinn í aðdraganda Barclays mótsins hvort honum finndist að skylda ætti Dustin Johnson til þess að leita  sér sérfræðiaðstoðar til þess að Dustin gæti tekist á við það sem hann hefir nefnt „persónulegar áskoranir sínar.“ (Átt er við eiturlyfjavanda Dustin).

Finchem sagðist ekki gefa nein komment um Dustin-Johnson málið.

PGA mótaröðin gaf hins vegar frá sér yfirlýsingu að Dustin Johnson hefði ekki verið vikið af mótaröðinni vegna þess að hann féll á eiturlyfjaprófi og var Finchem spurður út í hvort þetta væri ekki að „setja slæmt fordæmi.“

„Nú,“ sagði Finchem, „við áskiljum okkur rétt til þess að koma með yfirlýsingar um það varðandi málið,  sem við viljum, ef við teljum mikilvægt að gera svo,“ sagði hann.

„Í þessu máli töldum við upplýsingar sem höfðu verið á reiki í fjölmiðlum væru rangar og við þurftum að leiðrétta þær.“

„Þetta er einfaldlega það sama ef leikmanni er lýst á þann máta sem við erum ekki sammála, þá áskiljum við okkur rétt til að skýra málin. Það gæti verið að við höfum ekki varpað skýru ljósi á (Dustin Johnson) málið vegna þess að við álitum það ekki mikilvægt, en við  áskiljum okkur rétt til að gera svo og það er það sem við gerðum í þessu tilviki.“