Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 10:10

LET Access: Valdís á 7 yfir pari 1. dag í Finnlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf leik í gær í HLR Golf Academy Open, en mótið fer fram í  Hillside GC í Vihti, Finnlandi.

Mótið stendur dagana 29.-31. ágúst 2014 og þátttakendur eru um 120, margir hverjir afar sterkir.

Þar mætti t.a.m. geta LET kylfingsins finnska þ.e. heimakonunnar Elinar Nummenpää (Sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR🙂Caroline Romninger eins fremsta kvenkylfings Sviss, Emmu Westin frá Svíþjóð, sem þegar hefir tekið forystu í mótinu á glæsilengum 6 undir pari, spænsku LET kylfinganna Maríu Beautell og Carmen Alonso, brasilíönsku fegurðardrottning-arinnar með skrítna eftirnafnið Viktoríu Lovelady, (sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: ) auk Isabell Gabsa frá Þýskalandi (sjá kynningu Golf 1 á Gabsa með því að SMELLA HÉR🙂

Valdís Þóra lék 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum og er u.þb. fyrir miðju á skortöflunnar þ.e. deilir 68, sæti í mótinu og hún verður því að eiga afar góðan hring í dag til þess að komast í gegnum niðurskurð, en niðurskurður er sem stendur miðaður við 5 yfir pari.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR: