Chris Kirk
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 20:00

FedEx Cup 2014: Chris Kirk sigraði á Deutsche Bank Championship

Það var hinn 29 ára  Chris Kirk frá Atlanta í Bandaríkjunum, sem sigraði á Deutsch Bank Championship nú rétt í þessu.

Kirk lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (73 66 64 66).

Tveimur höggum á eftir Kirk, á samtals 13 undir pari, 271 höggi,  voru 3 kylfingar: Russell Henley, Billy Horschel og Geoff Ogilvy.

Í 5. sæti voru þeir Rory McIlroy og John Senden enn öðrum 2 höggum á eftir á 11 undir pari, 273 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:     (Bætt við þegar myndskeið liggur fyrir)