Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 08:00

GO: Ingi Þór Hermannsson áfram formaður – félagsgjöld hækka úr 83.000 í 88.000 árið 2012

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds (GO) var haldinn þriðjudaginn 29. nóvember s.l. í golfskála GO að Urriðavelli. Fundurinn var vel sóttur en um 120 manns mættu á fundinn.

Engar stórvægilegar breytingar urðu á stjórn klúbbsins. Ingi Þór Hermannsson er áfram formaður og Guðmundína Ragnarsdóttir varaformaður, Þorvaldur Þorsteinsson, ritari og Svavar Geir Svavarsson, meðstjórnandi. Eina breytingin er sú að Kristjana S. Þorsteinsdóttir kom inn sem varamaður fyrir Björgu Þórarinsdóttur.

Í ársskýrslu kemur fram að rekstrartekjur hafi verið kr. 128.863.063  og rekstrargjöld kr. 129.232.129 sem leiðir til neikvæðs rekstrarhagnaðar upp á (369.066). Að viðbættum vaxtatekjum og frádregnum vaxtagjöldum stendur eftir tap upp á kr. 82.515,-

Ákveðið var á aðalfundi að hækka félagsgjöld fyrir næsta ár um 5.000,- . Félagsgjöld  í GO á fyrir félaga á aldrinum 20-67 ára fara því úr kr. 83.000,- í kr. 88.000,- árið 2012.

Sjá má ársskýrslu GO 2011 með því að smella HÉR: