Hver er kylfingurinn: Camilo Villegas? (II. hluti af III)
Camilo og atvinnumennskan
Camilo Villegas hóf að spila á PGA Tour 2004 og fékk kortið sitt á 2006 keppnistímabilinu. Hann tók nýliðaárið með stæl varð tvívegis í 2. sæti og í 3. sæti á Players Championship í fyrstu 9 mótum, sem hann tók þátt í. Hann rétt missti af því að fá þátttökurétt á Masters 2006, munaði aðeins 1 sæti á PGA peningalistanum, en hann varð í 11. sæti þar. Árið 2007 spilaði hann í fyrsta skipti á Masters vegna þess að hann varð meðal efstu 40 á peningalista PGA Tour 2006. Hann fékk þátttökurétt á Masters vegna framúrskarandi leiks síns í FedEx Cup umspilinu, þar sem hann var m.a. á 63 höggum á 1. hring (8 undir pari), í Deutsche Bank Championship og eins var hann 3 sinnum meðal 10 efstu. Hann byrjaði í FedExCup umspilinu í 52. sæti en hækkaði sig í 28. sæti með leik sínum í fyrstu 3 mótunum, þannig að hann var meðal þeirra 30 sem kepptu á Tour Championship í Atlanta, Georgíu. Hann lauk keppni meðal 10 efstu og var 24. á FedExCup stigalistanum.
Camilo Villegas vann 2. sigur sinn sem atvinnumaður á Coca-Cola Tokai Classic á Japan Golf Tour í september 2007. Fyrir það hlaut hann ¥24,000,000 (u.þ.b. US$208,272) í verðlaunafé. Hann var á samtals 282 höggum (−2 undir pari) og vann Toyokazu Fujishima í umspili með því að setja niður 20 feta pútt á sigurholunni.
Árið 2006 skrifaði Camilo undir styrktarsamning við Red Bull og hefir verið fulltrúi þessa drykkjarrisa síðan og sá eini sem er á PGA (Red Bull er m.a með samning við Lexi Thompson á PGA).
Villegas vann 3. sigur sinn sem atvinnumaður á TELUS Skins Game í júní 2008 þar sem hann sigraði sterka keppinauta m.a. Greg Norman, Colin Montgomerie, Mike Weir og „Hr. Skins”, Fred Couples. Vilegas tók „six skins” fyrir $130,000 með stuttu pútti á 14. holu og vann síðan auka 4 „skins” fyrir $100,000 í umspili, en úrslitin í því réðust á 130 yarda (X metra) 18. holunni í keppni um hver yrði næstur pinna.
Camilo Villegas sló met á Opna breska 2008 þegar hann kom inn á 65 höggum, sem er lægsta skor á 2. hring Opna breska á Royal Birkdale. Hann byrjaði með því að fá 2 skolla en lauk leik með 5 fuglum í röð og -5 undir pari staðreynd.
Villegas vann 1. titil sinn á PGA í september 2008 þegar hann vann Dudley Hart með 2 höggum í BMW Championship. Á síðustu 44 holum mótsins þrípúttaði Villegas ekki einu sinni. Með þessum sigri fór Villegas upp í 18. sæti á heimslistanum. Camilo Villegas fylgdi frábærum árangri sínum í mótinu eftir með sigri í The Tour Championship. Þar vann hann Sergio Garcia í umspili, eftir að hafa verið 5 höggum á eftir fyrir lokahringinn.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024