Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 23:05

FedEx Cup: Billy Horschel er sigurvegari BMW Championship! – Hápunktar 4. dags

Billy Horschel sigraði í kvöld á BMW Championship í Cherry Hills, í Colorado.

Horschel lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 66 63 69).

Í 2. sæti varð bandaríska sleggjan og Masters risamótsmeistarinn , 2 höggum á eftir, sem sagt á samtals 12 undir pari.

Í 3. sæti varð enn einn Bandaríkjamaðurinn Michael Hoffmann á samtals 11 undir pari.

Fjórir, þar af 3 Bandaríkjamenn deildu síðan 4. sætinu á samtals 9 undir pari, hver: Rickie Fowler, Jim Furyk og Ryan Palmer, ásamt  Sergio Garcia.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth og Adam Scott deildu síðan 8. sætinu, en allir léku þeir á samtals 8 undir pari, 272 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: