Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 11:00

Myndir: Skötuveislan í Sandgerði hjá GSG

Í gær, 10. desember 2011 var haldin árleg veisla hjá Golfklúbbi Sandgerðis, Skötuveislan. Þar var í boði einhver sú nammilegasta skata sunnan Vestfjarða, auk annarra snilldarlegra fiskrétta á borð við plokkfiskinn, sem einn og sér er ferðarinnar virði í Sandgerði. Færri komust að en vildu í gær vegna aftakaveðurs.

Jafnvel innanbæjar í Sandgerði í gær var erfitt að komast á milli húsa. Það stöðvaði þó ekki skötuaðdáendur sem spóluðu margir hverjir í hjólförunum á leið sinni milli húsa og á golfvöllinn. Það gefur auga leið að ekkert var hægt að spila golf, þar sem snjór er yfir Kirkjubólsvelli, en mörg undanfarin ár hefir verið hægt að spila þennan dásemdarvöll um miðjan desember. Svo var því miður ekki í ár. Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG, tók nokkrar myndir úr Skötuveislunni, sem sjá má hér að neðan:

Skötuveisla GSG 2011. Mynd: Guðmundur Einarsson

 

Skötuveisla GSG 2011. Mynd: Guðmundur Einarsson