
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sean O´Hair (21/50) – Fyrri hluti
Sean M. O´Hair var nr. 31 af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015.
Sean M. O’Hair fæddist 11. júlí 1982 í Lubbock, Texas og er því 32 ára. Hann á þar með sama afmælisdag og Ísak „okkar“ Jasonarson í GK. Í stað þess að spila í bandaríska háskólagolfinu þá gerðist O´Hair atvinnumaður 1999 eftir 3 ár sitt í high school í Brophy College Preparatory í Phoenix, Arizona, með fullum stuðningi föður síns Marc O’Hair, sem seldi hlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu í Lubbock fyrir $2.75 milljónir til þess að Sean gæti hlotið bestu menntun sem atvinnukylfingur. O´Hair fjölskyldan fluttist til Flórída og Sean var innritaður í David Leadbetter Golf Academy. Eins og staðan er í dag hefir Sean sigrað á 8 mótum á ferli sínum, þar af 4 á PGA Tour.

Fjölskylda Sean O´Hair (í efri röð 2. frá hægri) við hlið föður síns, harðstjórans Marc O´Hair sem er í efri röð lengst til hægri við hlið sonar síns. Móðir Sean O´Hair, Brenda, situr í neðri röð fyrir miðju.
Eftirfarandi er tekið úr blaðagrein Golf World sem Steve Elling golffréttaritari ritaði 21. janúar 2005 – Sjá má greinina í heild sinni með því að SMELLA HÉR:
„Marc O’Hair, 52 ára, undirritaði samning við son sinn, þar sem segir að hann hafi fjárfest 2 milljónir í atvinnumennsku hans og síðan skuldbatt Sean sig til þjálfunar bæði líkamlegrar og andlegrar sem myndi fá flestalla herþjálfa til þess að roðna. Sean gerði uppreisn 2002 og sleit sig lausan undan yfirráðum föður sins og hefir ekki talað við hann nema stuttlega við giftingu sína fyrir 2 árum.“
Golfatvinnumennska Sean O´Hair
Sean O’Hair tók reglulega þátt í PGA Tour Qualifying School frá árinu 1999, en án árangurs í fyrstu 5 skiptin. Hann spilaði á ýmsum minni mótaröðum; 2. deildinni þ.e. Nationwide Tour (nú Web.com Tour og í það sem hægt væri að kalla 3. deild golfsins vestra Gateway Tour og the Cleveland Golf Pro Tour. Hann náði aðeins takmörkuðum árangri og náði t.a.m. fyrst aðeins niðurskurði í 4 af 18 mótum á Nationwide Tour.
2005: Stóra „breakthrough“-ið
Árið 2004, kom O’Hair sér í gegnum öll þrjú stigin á PGA Tour Qualifying School. Fyrsta keppnistímabilið hans á PGA Tour 2005 (þá 23 ára) var einn allsherjar árangur. Hann vann fyrsta mótið sem hann tók þátt í á PGA Tour þ.e. John Deere Classic og varð í 2. sæti á EDS Byron Nelson Championship. Hann komst 24 sinnum af 28 skiptum í gegnum niðurskurð og vann sér inn verðlaunafé upp á $2,461,482 (þ.e. næstum því allt sem pabbi hans hafði sett í þjálfun hans.) Hann vann einnig titilinn nýliði ársins 2005. Eftir þetta komust slæm samskipti hans við föður sinn, sem þegar árið 2002 höfðu hlotið umfjöllun í fréttaþættinum „60 minutes“ í hámæli m.a. svo að Rick Reilly hjá Sports Illustrated tók viðtal við hann.
2006: Ströggl á 2. keppnistímabilinu en góður árangur í risamótum
Í mars 2006 var O’Hair yngsti maður á topp-50 á heimslistanum en keppnistímabilið 2006 var ekki eins árangursríkt og það fyrsta. O’Hair náði að komast í gegnum niðurskuðr í 20 skipti af 30 mótum sem hann spilaði í, en verðlaunafé hans var aðeins hálft á við árið áður, þ.e. sem hann hafði unnið sér inn fyrsta árið sitt á túrnum. Hann féll úr topp-50 á heimslistanum og varð aldrei ofar í mótum en í 4. sæti og það á Buick Open í Michigan—en hann komst aftur á listann þegar hann varð í 3. sæti á the Canadian Open. Honum tókst þó að vera stöðugri í risamótunum og varð meðal efstu 15 á Opna breska og PGA Championship. Hann var líka með 13 yfir pari og jafn öðrum í 26. sæti á Opna bandaríska í Winged Foot, árið 2006.
2007: Players Championship
Árið 2007, með tengdaföður sinn, Steve Lucas, á pokanum varð Sean O´Hair í fyrsta sinn meðal topp-10 þetta árið á Verizon Heritage þ.e. varð T-7. Annar hringur hans upp á 66 högg var jafn lægsta hring í móti þetta keppnistímabil. Sjöunda sætið var besti árangur hans á PGA Tour frá 2006 á Canadian Open.
Þann 12. maí 2007 á The Players Championship á TPC at Sawgrass, átti Sean O’Hair eitt högg á Phil Mickelson eftir 3. hring. Hann fékk fugl á hina frægu eyja-holu á 17. á TPC Sawgrass eftir að hann óttaðist mjög að boltinn hefði farið í vatnið og var með fugla á síðustu 3 holum hringsins og skor upp á 66 og samtals 9 undir pari, 207 högg eftir 54 leiknar holur.
Á lokahringnum spilaði O´Hair við Mickelson og var í 2. sæti þegar þeir komu að 17. holunni aðeins 2 höggum á eftir Mickelson. Mickelson lék bolta sínum örugglega á miðja flötina en O´Hair tók áhættu og bolti hans fór í vatnið. Þriðja högg hans þaðan sem hann mátti droppa boltanum fór líka í vatnið og hann lauk við holuna með því að fá fjórfaldan skolla eða 7 högg. Sjokkeraður eftir þetta fékk hann þar að auki skolla á 18. holuna og féll við það niður í 11. sæti sem kostaði hann litlar $747,000 í verðlaunafé.
Sean O’Hair virtist þurfa allt sumarið til þess að ná sér eftir þetta en honum gekk ekkert aftur fyrr en um haustið þar sem hann átti tvo topp-5 árangra þ.e. á Fry’s Electronics Open og Ginn sur Mer Classic. O’Hair lauk þetta árið keppni í 58. sæti á FedEx Cup listanum.
Frá því síðla árs 2007 hefir fyrrum kylfusveinn Vijay Singh, Paul Tesori verið á pokanum hjá O´Hair.
2008: Annar sigur Sean O´Hair á PGA Tour
Þann 9. mars 2008 var O’Hair 3 höggum á eftir Stewart Cink fyrir lokahringinn en tókst engu að síður að knýja fram 2. PGA Tour sigur sinn. Hann átti 2 högg á 6 kylfinga í Innisbrook og lauk keppni á 4-undir-pari. Vikuna þar á eftir varð O´Hair í 3. sæti á the Arnold Palmer Invitational í Bay Hill. Hann var á 63 á 3. hring og skaust upp skortöfluna, en á lokahringnum varð hann 3 höggum á eftir sigurvegaranum Tiger Woods. O’Hair hlaut aðeins meir en $2milljónir á þessu keppnistímabili og lauk keppni í 75. sæti á FedEx Cup listanum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024