Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sean O´Hair (21/50) – Seinni hluti

Hér í kvöld birtist 2. hlutinn á kynningunni á „nýja stráknum“ Sean O´Hair á PGA Tour.  O´Hair er ekkert nýr á túrnum, þannig lagað, hann hefir þegar skráð sig á spjöld golfsögunnar og spilað á PGA Tour frá árinu 2005 – Það sem er nýtt er að hann var einn af 50 sem spiluðu í Web.com Tour Finals og var sá 31. af þessum 50 til þess að hljóta kortið sitt á 2014-2015 keppnistímabilinu.

Hér má lesa fyrri hluta kynningar Golf 1 á Sean O´Hair SMELLIÐ HÉR: 

Sean O´Hair eftir sigurinn á Quail Hollow Championship 3. maí 2009 í Charlotte, N-Karólínu

Sean O´Hair eftir sigurinn á Quail Hollow Championship 3. maí 2009 í Charlotte, N-Karólínu

2009: Besta tímabilið á PGA Tour
O’Hair byrjaði árið 2009 vel með 4. sætinu á fyrsta móti ársins Mercedes-Benz Championship og síðan varð hann meðal efstu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, nokkrum vikum síðar. O’Hair náði síðan besta árangri sínum í WGC-Accenture Match Play Championship þegar hann komst í fjórðungsúrslit, en hann vann m.a. Adam Scott og Ian Poulter áður en hann tapaði fyrir sigurvegara mótsins, Paul Casey 4&3. Á Arnold Palmer Invitational, var O’Hair í forystu fyrir lokahringinn og átti 5 högg á næstu menn, en tapaði með 1 höggi fyrir Tiger Woods, þegar Tiger náði fugli á 72. holu og vann mótið 2. árið í röð. Þetta var líka 2. árið í röð sem O’Hair var að keppa um sigurinn, en hann lauk keppni jafn öðrum í 3. sæti árið áður.
Þann 3. maí 2009, eftir að hafa hafið lokahringinn 3 höggum á eftirZach Johnson, sigraði O’Hair á Quail Hollow Championship og átti hann 1 högg á þá Lucas Glover og Bubba Watson. Ekki fór illa þó O’Hair fengi tvo skolla á lokahringnum, sem hann lauk á 69 höggum og náði í 3. PGA Tour sigur sinn.
Eftir sigur sinn í Quail Hollow fór hljótt um O’Hair um miðbik keppnistímabilsins en hann var aftur kominn í form fyrir FedEx Cup umspilið. Eftir að hafa misst af niðurskurði á fyrsta mótinu, The Barclays, var hann meðal 10 efstu í næsta mótinu the Deutsche Bank Championship. Þessu fylgdi hann eftir með 4. sætis árangri á BMW Championship, 3. móti umspilsins, en þar með hlaut O´Hair sæti í lokamótinu ábatasama, The Tour Championship. Í East Lake, lauk O’Hair keppni einn í 3. sæti og vann sér inn yfir $500,000 og lauk árinu í 5. sæti í FedEx Cup stigalistanum. Hann lauk árinu einnig í 6. sæti á peningalistanum og var kominn á topp-15 á heimslistanum í fyrsta sinn á ferli sínum.

2010: Stöðugur leikur og besti árangurinn á risamóti
O’Hair hóf keppnistímabilið aftur með stöðugum leik í Hawaii á Mercedes-Benz Championship, þegar hann náði 4. sætis árangri. Hann náði samt ekki betri árangri afganginn af keppnistímabilinu og þetta var besti árangur hans í stöðugum en á ekkert sérstöku keppnistímabili.

Einn hápunkta ársins 2010 hjá O´Hair var T-7 árangur hans á Opna breska, sem var besti árangur ferils O´Hair á risamótum. Hann náði einnig að vera meðal efstu 5 á  WGC-Bridgestone Invitational, sérstaklega vegna 3. glæsihrings hans upp á 64 högg.  O´Hair náði ekki að spila á East Lake í lokamóti FedEx Cup umspilsins og var nr. 47 á FedEx Cup lsitanum.  Hann náði þó að viðhalda stöðu sinni meðal efstu 50 á heimslistanum, þrátt fyrir takmarkaðan árangur að öðru leyti á keppnistímabilinu.

Sean O´Hair eftir sigurinn í Kanada

Sean O´Hair eftir sigurinn í Kanada

2011: Ströggl framan af keppnistímabilinu og fjórði sigurinn á PGA Tour
O’Hair átti við fjölmargt að glíma árið 2011, eitt af því var að hann hætti samstarfi við sveifluþjálfara sinn upp til þess tíma, Sean Foley (sem síðar varð m.a. sveilfuþjálfari Justin Rose og Tiger Woods eins og kunnugt er).  Fyrri hluta keppnistímabilsins átti O´Hair í vandræðum með sveiflu sína og spila hans var óstöðugt. Hann komst 10 sinnum ekki í gegnum niðurskurð af þeim 17 mótum sem hann spilaði í frá upphafi keppnistímbilsins þar til um miðbik júlí og þar á meðal komst hann 5 sinnum í röð ekki í gegnum niðurskurð um miðbik keppnistímbilsins. Hann var rankaður vel fyrir utan 125. sætið eftir Opna breska í júlí og besti árangur hans fram að því var T-16 á Colonial.  O´Hair hins vegar sigraði á  RBC Canadian Open, á fyrsta móti sínu eftir Opna breska eftir umspil við Bandaríkjamanninn, Kris Blanks en þetta var fyrsti PGA Tour titill hans í 2 ár. Í hrikalega erfiðum aðstæðum í Vancouver, Kanada, barðist O’Hair við að rétta við slæman 2. hring upp á 73 högg á par-70 golfvellinum og var á skori upp á 66-68 um helgina.  Aðeins 8 kylfingar voru með skor undir pari, þessa helgina og O´Hair var jafn Kris Blanks með 4 undir par, eftir hefðbundinn 72 holu leik.  Það kom því til umspils milli þeirra og var 18. brautin spiluð aftur.  Báðir kylfingar lentu í vandræðum í trjám og O´Hair tók ákvörðun að slá vel aftur á völlinn (þ.e. spila af öryggi) meðan Blanks tók áhættu, sem fór illa en högg hans lenti í flatarglompu. O´Hair spilaði pitch sitt af öryggi á fremri hluta flatarinnar , meðan glompuhögg endaði út af hinum megin á flöt og Blanks varð síðan að pitcha og bolti hans endaði loks 2 metra frá holu. O´Hair tvípúttaði fyrir skollanum sínum, en Blanks setti ekki niður 2 metra púttið og var O´Hair því úrskurðaður sigurvegari.  O´Hair fór úr 147. sætinu við sigurinn í 43. sætið á heimslistanum eða upp um heil 104 sæti á FedEx Cup listanum.  O´Hair komst við sigurinn líka aftur á topp-100 á heimslistanum eða í 60. sætið 25. júli 2011.

2012: Ár mikils stöðugleika


O’Hair varð T2 á Sony Open í Hawaii. Hann náði niðurskurði 19 sinnum í 24 mótum og varð í 63 sæti í FedEx Cup.

 

2013: Keppnistímabil ströggls


O’Hair átti versta PGA Tour tímabil sift frá því að hann hóf keppni á mótaröðinni. Hann náði aðeins að komast 7 sinnum í gegnum niðurskurð í 22 mótum, sem hann tók þátt í og besti árangurinn voru tveir 25. sætis árangrar. Hann dró sig auk þess 3 sinnum úr móti. Sean spilaði síðan á Web.com Tour Finals og varð í 16. sæti og hélt þar með korti sínu.

2014: Enn meira ströggl

O’Hair spilaði í meira en 25 PGA Tour mótum, en vary aðeins einu sinni metal efstu 10 og var nr. 160 á stigalistanum, senm þýddi að hann varð að fara aftur í Web.com Tour Finals. Þar náði hann 31. sætinu af 50 sem veita kortið á PGA Tour.

Einkalífið


O’Hair og eiginkona hans Jackie giftust í desember 2002.  Þau eiga 4 börn:  Molly, Luke, Grady og Trevor. Þau búa sem stendur í West Chester, Pennsylvaníu.