Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Daníel Berger (24/50)
Daníel Berger er sá næstyngsti til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015 og sá 28. í röðinni af 50.
Daníel Berger er fæddur 7. apríl 1993 í Plantation, Flórídaog því 21 árs. Berger gerðist atvinnumaður árið 2013 eftir tvö ár í Florida State.
Pabbi Berger, Jay er formaður golfsambands Bandaríkjanna og hefir verið aðstoðarþjálfari í US Davis Cup og fyrir tennislið Bandaríkjanna, sem keppt hafa í Ólympíuleikunum og var m.a. fyrirliði Ólympíuliðsins bandaríska 2012.
Daníel Berger á eina systur og tvo bræður.
Hann var í William T. Dwyer High School í Jupiter, Flórída. Hann var þó ekki í menntaskólagolfinu heldur keppni bæði í ríkjamótum og á alþjóðlegum mótum og vann jaframt vinnuna sína til þess að hljóta stúdentsprófið.
Daníel Berger fór í fyrsta sinn holu í höggi 13 ára.
Ef hann væri ekki atvinnumaður í golfi myndi hann vilja vera atvinnumaður í tennis.
Uppáhaldsgolfvöllur Berger er The Dye Preserve í heimabæ hans, Jupiter í Flórída, en auðvitað myndi hann vilja spila á Augusta National.
Uppáhaldslið Berger á háskólastigi er Florida State, en uppáhaldsatvinnumannslið hans er Miami Heat.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur Berger er „Breaking Bad.“
Uppáhaldsmatur Berger er allt sem mamma hans býr til og uppáhaldsveitingastaðurinn er „Chipotle.“
Nesti sem Berger er alltaf með nóg af í golfpokanum er þurrkaður kalkúnn (ens. Turkey jerkey).
Uppáhaldssögn Berger er: „Winning means you’re willing to go longer, work harder and give more than anyone else.“ („Að sigra þýðir að maður hefir viljann til að fara lengra, leggja harðar að sér og gefa meira en nokkur annar.“)
Uppáhaldslag Berger, sem hann myndi vilja að spilað yrði fyrir hann á 1. teig er „hersöngur Florida State University“ (ens. FSU war chant).
Hægt er að fylgjast með Bergar á Twitter en heimilsfang hans þar er: @danielberger59.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024