LPGA: Lydia Ko hlýtur Louise Suggs nýliðaverðlaun ársins
Lydia Ko, 17 ára, frá Nýja-Sjálandi hlýtur LPGA Louise Suggs nýliða verðlaun ársins.
Hún er yngsti kylfingurinn til þess að hljóta verðlaunin í sögu LPGA.
Jafnvel þó 3 mót séu eftir á dagskrá LPGA á þessu ári er ljóst að engin getur náð Lydiu Ko í ár, en verðlaunin eru ákvörðuð á grundvelli stiga fyrir sigra og góðan árangur í mótum.
Lydia Ko er þegar búin að sigra tvívegis á árinu 2014 og hefir tvívegis orðið í 2. sæti í mótum auk þess að hafa 9 sinnum orðið meðal efstu 10.
Glæsilegur árangur þetta hjá þessari ungu stúlku á þessari bestu kvenmótaröð heims!!!
Laura Baugh hefir fram að þessu verið sú yngsta til að vinna LPGA nýliðaverðlaunin en hún var 18 ára, árið 1973.
Ko er nr. 3 á Rolexheimslistanum og í 4. sæti á peningalista LPGA, búin að vinna sér inn aðeins meira en $ 1.5 milljón bandaríkjadala á þessu ári og mun keppa í þessari viku á Lorena Ochoa Invitational í Mexíkó.
Ko er jafnframt í 3. sæti í „the Race to the CME Globe“, sem nær hápunkti í næstu viku, með því að sigurvegarinn hlýtur $1 milljón í sigurlaun.
Louise Suggs Rolex nýliðaverðlaununum, eru nefnd eftir stofnanda LPGA og og meðlim í frægðarhöll kylfinga, Louise Suggs, var komið á laggirnar 1962. Frá því að verðlaunin voru fyrst veitt hafa 9 kvenkylfingar, sem þau hafa fengið orðið félagar LPGA og fengið inngöngu í frægðarhöll kylfinga en það eru: Joanne Carner (1970), Amy Alcott (1975), Nancy Lopez (1978), Beth Daniel (1979), Patty Sheehan (1981), Juli Inkster (1984), Annika Sörenstam (1994), Karrie Webb (1996), og Se Ri Pak (1998).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024