Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 19:00

LPGA: Lydia Ko hlýtur Louise Suggs nýliðaverðlaun ársins

Lydia Ko, 17 ára, frá Nýja-Sjálandi hlýtur LPGA Louise Suggs nýliða verðlaun ársins.

Hún er yngsti kylfingurinn til þess að hljóta verðlaunin í sögu LPGA.

Jafnvel þó 3 mót séu eftir á dagskrá LPGA á þessu ári er ljóst að engin getur náð Lydiu Ko í ár, en verðlaunin eru ákvörðuð á grundvelli stiga fyrir sigra og góðan árangur í mótum.

Lydia Ko er þegar búin að sigra tvívegis á árinu 2014 og hefir tvívegis orðið í 2. sæti í mótum auk þess að hafa 9 sinnum orðið meðal efstu 10.

Glæsilegur árangur þetta hjá þessari ungu stúlku á þessari bestu kvenmótaröð heims!!!

Laura Baugh „stúlka ársins 1970"

Laura Baugh „stúlka ársins 1970″

Laura Baugh hefir fram að þessu verið sú yngsta til að vinna LPGA nýliðaverðlaunin en hún var 18 ára, árið 1973.

Ko er nr. 3 á Rolexheimslistanum og í 4. sæti á peningalista LPGA, búin að vinna sér inn aðeins meira en $ 1.5 milljón bandaríkjadala á þessu ári og mun keppa í þessari viku á Lorena Ochoa Invitational í Mexíkó.

Ko er jafnframt í 3. sæti í „the Race to the CME Globe“, sem nær hápunkti í næstu viku, með því að sigurvegarinn hlýtur $1 milljón í sigurlaun.

Louise Suggs Rolex nýliðaverðlaununum, eru nefnd eftir stofnanda LPGA og og meðlim í frægðarhöll kylfinga, Louise Suggs, var komið á laggirnar 1962.  Frá því að verðlaunin voru fyrst veitt hafa 9 kvenkylfingar, sem þau hafa fengið orðið félagar LPGA og fengið inngöngu í frægðarhöll kylfinga en það eru:  Joanne Carner (1970), Amy Alcott (1975), Nancy Lopez (1978), Beth Daniel (1979), Patty Sheehan (1981), Juli Inkster (1984), Annika Sörenstam (1994), Karrie Webb (1996), og Se Ri Pak (1998).